Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 14. september 2022 23:15
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Árbær upp um deild í fyrstu tilraun (Staðfest)
Árbær mun spila í 3. deild karla að ári!
Árbær mun spila í 3. deild karla að ári!
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Árbær 0 - 0 Hvíti riddarinn
Rautt spjald: Aron Breki Aronsson , Árbær ('90)

Árbær er komið upp í 3. deild karla eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Hvíta riddarann á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld. Þetta var fyrsta tímabil Árbæinga í deildarkeppni og liðið komið upp í fyrstu tilraun.

Árbæingar unnu fyrri leikinn í Mosfellsbæ, 2-1, og dugði því liðinu jafntefli til að komast í úrslitaleikinn.

Það hafðist. Leikurinn var markalaus en Árbæingar misstu mann af velli undir lokin er Aron Breki Aronsson fékk að líta rauða spjaldið. Það kom í uppbótartíma og þurfti því Árbæingar ekki að halda lengi út til að fagna áfanganum.

Árbær er því komið upp í 3. deildina og sömuleiðis í úrslitaleik 4. deildar þar sem liðið mætir Einherja í leik um bikarinn eftirsótta.
Athugasemdir
banner
banner
banner