Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 14. september 2023 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er skemmtilegur leikur að spila," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA á laugardaginn.

Nikolaj er farinn að þekkja það vel að spila í bikarúrslitaleiknum en hann hefur núna verið hluti af sigurliðinu í Mjólkurbikarnum þrisvar sinnum.

„Ég held að þú verðir ekki vanur þessari tilfinningu. Þú þarft að vera spenntur og með smá í maganum þegar þú ferð inn á völlinn. Þú verður líka að njóta þess að spila svona leiki."

Hann býst við erfiðum leik gegn KA og segir þá erfitt lið að spila gegn. Nikolaj segir að strákarnir vilji fylgja á eftir stelpunum í Víkingi með því að vinna Mjólkurbikarinn.

„Já, klárlega. Þær eru búnar að eiga stórkostlegt tímabil og vinna allt. Þær eiga mikið hrós skilið. Við vinnum vonandi tvennuna og þá getum við fagnað vel eftir tímabilið."

Var hann að búast við því fyrir tímabilið að Víkingar myndu eiga eins gott tímabil og þeir hafa átt?

„Við höfum sýnt það síðustu ár að liðið okkar er mjög gott og okkur finnst gaman að vinna allt. Þetta ár hefur verið algjörlega frábært. Liðsframmistaðan og allt saman hefur verið mjög gott."

Víkingar hafa verið bikarmeistarar í meira en 1400 daga. Hvað gerir Víking að svona miklu bikarliði?

„Mér finnst við vera góðir í þessum erfiðu leikjum. Þessi bikarkeppni hefur verið frábær fyrir okkur. Ég held að við vinnum á laugardaginn og við stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner