Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 14. september 2023 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er skemmtilegur leikur að spila," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA á laugardaginn.

Nikolaj er farinn að þekkja það vel að spila í bikarúrslitaleiknum en hann hefur núna verið hluti af sigurliðinu í Mjólkurbikarnum þrisvar sinnum.

„Ég held að þú verðir ekki vanur þessari tilfinningu. Þú þarft að vera spenntur og með smá í maganum þegar þú ferð inn á völlinn. Þú verður líka að njóta þess að spila svona leiki."

Hann býst við erfiðum leik gegn KA og segir þá erfitt lið að spila gegn. Nikolaj segir að strákarnir vilji fylgja á eftir stelpunum í Víkingi með því að vinna Mjólkurbikarinn.

„Já, klárlega. Þær eru búnar að eiga stórkostlegt tímabil og vinna allt. Þær eiga mikið hrós skilið. Við vinnum vonandi tvennuna og þá getum við fagnað vel eftir tímabilið."

Var hann að búast við því fyrir tímabilið að Víkingar myndu eiga eins gott tímabil og þeir hafa átt?

„Við höfum sýnt það síðustu ár að liðið okkar er mjög gott og okkur finnst gaman að vinna allt. Þetta ár hefur verið algjörlega frábært. Liðsframmistaðan og allt saman hefur verið mjög gott."

Víkingar hafa verið bikarmeistarar í meira en 1400 daga. Hvað gerir Víking að svona miklu bikarliði?

„Mér finnst við vera góðir í þessum erfiðu leikjum. Þessi bikarkeppni hefur verið frábær fyrir okkur. Ég held að við vinnum á laugardaginn og við stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner