Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 14. september 2023 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er skemmtilegur leikur að spila," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA á laugardaginn.

Nikolaj er farinn að þekkja það vel að spila í bikarúrslitaleiknum en hann hefur núna verið hluti af sigurliðinu í Mjólkurbikarnum þrisvar sinnum.

„Ég held að þú verðir ekki vanur þessari tilfinningu. Þú þarft að vera spenntur og með smá í maganum þegar þú ferð inn á völlinn. Þú verður líka að njóta þess að spila svona leiki."

Hann býst við erfiðum leik gegn KA og segir þá erfitt lið að spila gegn. Nikolaj segir að strákarnir vilji fylgja á eftir stelpunum í Víkingi með því að vinna Mjólkurbikarinn.

„Já, klárlega. Þær eru búnar að eiga stórkostlegt tímabil og vinna allt. Þær eiga mikið hrós skilið. Við vinnum vonandi tvennuna og þá getum við fagnað vel eftir tímabilið."

Var hann að búast við því fyrir tímabilið að Víkingar myndu eiga eins gott tímabil og þeir hafa átt?

„Við höfum sýnt það síðustu ár að liðið okkar er mjög gott og okkur finnst gaman að vinna allt. Þetta ár hefur verið algjörlega frábært. Liðsframmistaðan og allt saman hefur verið mjög gott."

Víkingar hafa verið bikarmeistarar í meira en 1400 daga. Hvað gerir Víking að svona miklu bikarliði?

„Mér finnst við vera góðir í þessum erfiðu leikjum. Þessi bikarkeppni hefur verið frábær fyrir okkur. Ég held að við vinnum á laugardaginn og við stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner