Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 14. september 2023 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Nikolaj Hansen: Stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Nikolaj eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta er skemmtilegur leikur að spila," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KA á laugardaginn.

Nikolaj er farinn að þekkja það vel að spila í bikarúrslitaleiknum en hann hefur núna verið hluti af sigurliðinu í Mjólkurbikarnum þrisvar sinnum.

„Ég held að þú verðir ekki vanur þessari tilfinningu. Þú þarft að vera spenntur og með smá í maganum þegar þú ferð inn á völlinn. Þú verður líka að njóta þess að spila svona leiki."

Hann býst við erfiðum leik gegn KA og segir þá erfitt lið að spila gegn. Nikolaj segir að strákarnir vilji fylgja á eftir stelpunum í Víkingi með því að vinna Mjólkurbikarinn.

„Já, klárlega. Þær eru búnar að eiga stórkostlegt tímabil og vinna allt. Þær eiga mikið hrós skilið. Við vinnum vonandi tvennuna og þá getum við fagnað vel eftir tímabilið."

Var hann að búast við því fyrir tímabilið að Víkingar myndu eiga eins gott tímabil og þeir hafa átt?

„Við höfum sýnt það síðustu ár að liðið okkar er mjög gott og okkur finnst gaman að vinna allt. Þetta ár hefur verið algjörlega frábært. Liðsframmistaðan og allt saman hefur verið mjög gott."

Víkingar hafa verið bikarmeistarar í meira en 1400 daga. Hvað gerir Víking að svona miklu bikarliði?

„Mér finnst við vera góðir í þessum erfiðu leikjum. Þessi bikarkeppni hefur verið frábær fyrir okkur. Ég held að við vinnum á laugardaginn og við stefnum á að halda bikarnum í 300 daga í viðbót."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner