Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 14. október 2021 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni: Því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka
Sjálfstraustið er bara í botni
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta, mætum góðu liði sem er búið að vera 'on fire' í síðustu leikjum. Ég get bara ekki beðið," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net.

Er það að fara hjálpa ykkur eða er það erfiðari fyrir ykkur að Skagamenn séu að koma á skriði inn í þennan leik?

„100% erfiðara. Þeir eru með góða leikmenn, leikmenn sem ég var með U21 hópnum sem eru bara mjög góðir."

Varstu eitthvað að skjóta á Ísak Snæ og Gísla Laxdal í U21 verkefninu fyrir leikinn á laugardaginn eða voru þeir að skjóta á þig?

„Ég reyndi það aðeins, maður nær þeim ekkert mikið upp. Ég sá að þeir eru 100% fókuseraðir á þetta og ætla sér að vinna þennan titil en því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka."

„Við þurfum allavega að skora fleiri mörk en þeir og spila eins og við höfum gert í sumar, spila góðan sóknarleik og góðan varnarleik."


Hvernig er sjálfstraustið núna?

„Ég myndi segja að það væri mjög gott. Það er búið að vera mikið í gangi og þótt ég segi sjálfur frá þá er ég búinn að standa mig vel og sjálfstraustið er bara í botni."

„Það er klárlega fullkomið tímabil ef við löndum báðum titlunum. Þá er maður að skrá sig í sögubækurnar og maður stefnir á það,"
sagði Kristall.
Hvort liðið fer í úrslitaleik bikarsins? Leikur á þriðjudag
Athugasemdir
banner