Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 14. október 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að tala lengi saman um að koma mér alveg yfir í Fram. Lyngby var ekki í plönunum eins og ég sagði í síðasta viðtali. Það var alltaf planið að skipta alfarið í Fram, það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Það var fínt að fá það í gegn, hausinn er kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi," sagði Þorri Stefán Þorbjörnsson við Fótbolta.net.

Framarinn segir að það hafi ekki verið erfitt að fá sig lausan frá danska félaginu.

„Þeir gerðu bara allt sem ég vildi gera, það voru engar slæmar tilfinningar, þeir voru alltaf til í að gera það sem ég vildi, voru ekkert að reyna halda mér eða neitt svoleiðis."

„Ég var ekkert spenntur að fara aftur út, á ekki góðar minningar af þessum stað. Það var því aldrei í kortunum. Mér líður mjög vel hjá Fram og frekar þá að fara einhvert annað út (seinna) sem er auðvitað í plönunum. En núna er ég 100% fókuseraður á Fram."


Hvernig horfir atvinnumennska við Þorra í dag, dreymir hann um að fara út næsta sumar?

„Það er mjög erfitt að segja. Ég er leikmaður Fram og er að fókusa á Fram, það væri mjög gott að taka annað tímabil hérna, spila fleiri leiki í meistaraflokksbolta. Ég hugsa að ef ég færi út núna þá væri ég ekkert endilega kominn beint í liðið úti. Það fer eftir því hvernig þetta verður, tímabilið er að klárast og ég er með samning út 2027 hjá Fram."

Þorri, sem fæddur er árið 2006, hefur verið í stóru hlutverki hjá Fram á tímabilinu.

„Þetta hefur gefið mér mjög mikla reynslu, að spila með öllum þessum reynslumiklu gaurum hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig fullt frá fyrsta leik, orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun," sagði Þorri.

Hann ræddi nánar um tímabilið með Fram, síðustu leiki og framhaldið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir