Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mán 14. október 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að tala lengi saman um að koma mér alveg yfir í Fram. Lyngby var ekki í plönunum eins og ég sagði í síðasta viðtali. Það var alltaf planið að skipta alfarið í Fram, það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Það var fínt að fá það í gegn, hausinn er kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi," sagði Þorri Stefán Þorbjörnsson við Fótbolta.net.

Framarinn segir að það hafi ekki verið erfitt að fá sig lausan frá danska félaginu.

„Þeir gerðu bara allt sem ég vildi gera, það voru engar slæmar tilfinningar, þeir voru alltaf til í að gera það sem ég vildi, voru ekkert að reyna halda mér eða neitt svoleiðis."

„Ég var ekkert spenntur að fara aftur út, á ekki góðar minningar af þessum stað. Það var því aldrei í kortunum. Mér líður mjög vel hjá Fram og frekar þá að fara einhvert annað út (seinna) sem er auðvitað í plönunum. En núna er ég 100% fókuseraður á Fram."


Hvernig horfir atvinnumennska við Þorra í dag, dreymir hann um að fara út næsta sumar?

„Það er mjög erfitt að segja. Ég er leikmaður Fram og er að fókusa á Fram, það væri mjög gott að taka annað tímabil hérna, spila fleiri leiki í meistaraflokksbolta. Ég hugsa að ef ég færi út núna þá væri ég ekkert endilega kominn beint í liðið úti. Það fer eftir því hvernig þetta verður, tímabilið er að klárast og ég er með samning út 2027 hjá Fram."

Þorri, sem fæddur er árið 2006, hefur verið í stóru hlutverki hjá Fram á tímabilinu.

„Þetta hefur gefið mér mjög mikla reynslu, að spila með öllum þessum reynslumiklu gaurum hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig fullt frá fyrsta leik, orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun," sagði Þorri.

Hann ræddi nánar um tímabilið með Fram, síðustu leiki og framhaldið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner