Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 14. október 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að tala lengi saman um að koma mér alveg yfir í Fram. Lyngby var ekki í plönunum eins og ég sagði í síðasta viðtali. Það var alltaf planið að skipta alfarið í Fram, það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Það var fínt að fá það í gegn, hausinn er kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi," sagði Þorri Stefán Þorbjörnsson við Fótbolta.net.

Framarinn segir að það hafi ekki verið erfitt að fá sig lausan frá danska félaginu.

„Þeir gerðu bara allt sem ég vildi gera, það voru engar slæmar tilfinningar, þeir voru alltaf til í að gera það sem ég vildi, voru ekkert að reyna halda mér eða neitt svoleiðis."

„Ég var ekkert spenntur að fara aftur út, á ekki góðar minningar af þessum stað. Það var því aldrei í kortunum. Mér líður mjög vel hjá Fram og frekar þá að fara einhvert annað út (seinna) sem er auðvitað í plönunum. En núna er ég 100% fókuseraður á Fram."


Hvernig horfir atvinnumennska við Þorra í dag, dreymir hann um að fara út næsta sumar?

„Það er mjög erfitt að segja. Ég er leikmaður Fram og er að fókusa á Fram, það væri mjög gott að taka annað tímabil hérna, spila fleiri leiki í meistaraflokksbolta. Ég hugsa að ef ég færi út núna þá væri ég ekkert endilega kominn beint í liðið úti. Það fer eftir því hvernig þetta verður, tímabilið er að klárast og ég er með samning út 2027 hjá Fram."

Þorri, sem fæddur er árið 2006, hefur verið í stóru hlutverki hjá Fram á tímabilinu.

„Þetta hefur gefið mér mjög mikla reynslu, að spila með öllum þessum reynslumiklu gaurum hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig fullt frá fyrsta leik, orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun," sagði Þorri.

Hann ræddi nánar um tímabilið með Fram, síðustu leiki og framhaldið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner