Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 14. október 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Þorri og Kyle spiluðu virkilega vel framan af tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
'Orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að tala lengi saman um að koma mér alveg yfir í Fram. Lyngby var ekki í plönunum eins og ég sagði í síðasta viðtali. Það var alltaf planið að skipta alfarið í Fram, það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Það var fínt að fá það í gegn, hausinn er kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi," sagði Þorri Stefán Þorbjörnsson við Fótbolta.net.

Framarinn segir að það hafi ekki verið erfitt að fá sig lausan frá danska félaginu.

„Þeir gerðu bara allt sem ég vildi gera, það voru engar slæmar tilfinningar, þeir voru alltaf til í að gera það sem ég vildi, voru ekkert að reyna halda mér eða neitt svoleiðis."

„Ég var ekkert spenntur að fara aftur út, á ekki góðar minningar af þessum stað. Það var því aldrei í kortunum. Mér líður mjög vel hjá Fram og frekar þá að fara einhvert annað út (seinna) sem er auðvitað í plönunum. En núna er ég 100% fókuseraður á Fram."


Hvernig horfir atvinnumennska við Þorra í dag, dreymir hann um að fara út næsta sumar?

„Það er mjög erfitt að segja. Ég er leikmaður Fram og er að fókusa á Fram, það væri mjög gott að taka annað tímabil hérna, spila fleiri leiki í meistaraflokksbolta. Ég hugsa að ef ég færi út núna þá væri ég ekkert endilega kominn beint í liðið úti. Það fer eftir því hvernig þetta verður, tímabilið er að klárast og ég er með samning út 2027 hjá Fram."

Þorri, sem fæddur er árið 2006, hefur verið í stóru hlutverki hjá Fram á tímabilinu.

„Þetta hefur gefið mér mjög mikla reynslu, að spila með öllum þessum reynslumiklu gaurum hefur hjálpað mér mjög mikið. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig fullt frá fyrsta leik, orðinn miklu betri leikmaður en ég var í byrjun," sagði Þorri.

Hann ræddi nánar um tímabilið með Fram, síðustu leiki og framhaldið í viðtalinu sem má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner