Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 15. janúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Steve Bruce fundar með Mike Ashley
Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur verið að funda með Mike Ashley, eiganda félagsins, um möguleg leikmannakaup.

Bruce vonast eftir því að geta styrkt sig með 1-2 öflugum leikmönnum.

Newcastle United komst í fjórðu umferð FA-bikarsins með 4-1 sigri gegn Rochdale. Ashley var í stúkunni og var síðan áfram í borginni til að setja saman plön fyrir janúargluggann.

Bruce vill fá fjarmagn til að kaupa leikmenn sem geta orðið lykilmenn hjá liðinu. Félagið er að skoða kosti í Evrópuboltanum og hefur meðal annars áhuga á Cody Gakpo, tvítugan vængmann PSV.
Athugasemdir
banner