Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 10:25
Kári Snorrason
Wenger gagnrýnir Arsenal og segir liðið reiða sig um of á föst leikatriði
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: EPA
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, var gagnrýninn á frammistöðu liðsins eftir tap gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og sagði liðið reiða of mikið á föst leikatriði.

Sá franski segir að leikir Arsenal hefði mögulega of oft reiða sig á föst leikatriði og að hann hefði séð nýja hlið á varnarmönnum liðsins í gær.

„Þegar þú færð á þig þrjú mörk á heimavelli er erfitt að vinna. Mörk beggja liða sýndu svolítið hvernig liðin spiluðu. Leikur Manchester United var afar vel byggður upp. Á meðan leikur Arsenal ræðst meira af baráttu í teignum, eins og mátti sjá í öðru markinu.

Fyrsta markið var heldur ekki eftir gott uppspil. Arsenal lagði allt í sölurnar en skorti þolinmæði og samheldni, sérstaklega í fyrri hálfleik.“


Þá bætti hann við að hann hefði séð aðra hlið á varnarlínu Arsenal en hrósaði Michael Carrick, stjóra Manchester United.

„Ég held að Carrick hafi fundið góða formúlu með jafnvægi milli góðrar varnar og gæða. Þetta er í fyrsta skipti sem mér fannst miðverðir Arsenal vera aðeins stressaðri og þeir sýndu ekki þessa yfirburði eins og venjulega.“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner