Manchester United gerði sér lítið fyrir og sigraði topplið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Eftir tíðindamikla helgi er um að gera að skoða það sem ensku götublöðin eru að fjalla um. BBC tók saman.
Liverpool er ólíklegt til að selja vinstri bakvörðinn Andy Robertson (31) til Tottenham áður en glugganum verður lokað. Forráðamenn félagsins skoðuðu 5 milljóna punda tilboð frá Spurs en ákváðu að hafna því. Robertson verður samningslaus í sumar. (BBC)
Manchester City fylgist vel með stöðu mála hjá enska hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold (27) en vaxandi óvissa er um framtíð hans hjá Real Madrid. (Teamtalk)
Liverpool hefur sett sig í samband við umboðsmenn Xabi Alonso (44), fyrrum stjóra Real Madrid. Alonso var leikmaður Liverpool og hefur sýnt jákvæð viðbrögð við áhuga félagsins. (AS)
Búist er við því að Fulham nái að ganga frá samkomulagi við Manchester City í þessari viku um kaup á norska landsliðsmanninum Oscar Bobb (22). Talað er um kaupverð í kringum 30 milljónir punda. (Daily Mail)
Bournemouth er nálægt því að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Rayan (19) frá Vasco da Gama. Hann er á leið í læknisskoðun. (Athletic)
Lazio hefur gert 15 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Tim Iroegbunam (22) hjá Everton.
Chelsea og Manchester United eru að reyna að fá franska sóknarmanninn Mohamed Kader Meite (18) frá Rennes. (Caughtoffside)
Rennes hefur hafnað tilboði frá Chelsea í franska miðvörðinn Jeremy Jacquet (20) en enska félagið mun gera aðra tilraun í sumar. (Fabrizio Romano)
Svissneski markvörðurinn Jonas Omlin (32) hefur verið lánaður frá Borussia Mönchengladbach til Bayer Leverkusen út tímabilið. Sunderland hafði áhuga á að fá hann. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir




