Kristall Máni Ingason er genginn í raðir norska liðsins Brann. Hann skrifar undir samning til ársins 2029 við félagið.
Hann kemur til Brann frá danska liðinu SönderjyskE, þar sem hann hefur verið lykilmaður fyrri hluta tímabils. Hann er markahæsti leikmaður liðsins sem situr í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Kristall hefur æft með Brann á Marbella þar sem liðið er í æfingaferð um þessar mundir.
Hann verður þriðji Íslendingurinn í leikmannahópi félagsins en þar fyrir eru Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon. Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari liðsins.
Hann kemur til Brann frá danska liðinu SönderjyskE, þar sem hann hefur verið lykilmaður fyrri hluta tímabils. Hann er markahæsti leikmaður liðsins sem situr í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Kristall hefur æft með Brann á Marbella þar sem liðið er í æfingaferð um þessar mundir.
Hann verður þriðji Íslendingurinn í leikmannahópi félagsins en þar fyrir eru Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon. Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari liðsins.
Kristall var tekinn í viðtal á heimasíðu Brann og segir hann hafa rætt við Sævar Atla Magnússon í aðdraganda skiptana.
„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vildi koma til Brann. Klúbburinn heillaði og ég veit að borgin er mjög fín. Ég talaði líka við Sævar (Atla Magnússon) og hann hafði bara góða hluti að segja.“
Kristall var keyptur frá Víkingi R. til Rosenborg fyrir fjórum árum en hann átti erfitt uppdráttar í Þrándheimi.
„Síðast þegar ég var í norskum fótbolta var ég mjög ungur. Ég er orðinn þroskaðri og fullorðnari og hef tekið skref fram á við sem leikmaður. Þess vegna held ég að þetta verði mjög gott skref í þetta skiptið.“
Brann mætir austurríska félaginu Sturm Graz á fimmtudaginn í Evrópudeildinni en Kristall mun ekki geta verið skráður fyrr en eftir þann leik.
Athugasemdir



