Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 13:02
Elvar Geir Magnússon
McTominay úrvinda af þreytu
Scott McTominay og Rasmus Höjlund.
Scott McTominay og Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport fjallar um hversu líkamlega örmagna Scott McTominay, lykilmaður Napoli, virðist vera um þessar mundir.

Napoli tapaði 3-0 gegn Juventus í gær og er nú níu stigum á eftir toppliði Inter í ítölsku A-deildinni.

Antonio Conte og hans lærisveinar hafa glímt við mikla meiðslakrísu og það vantaði alls tíu leikmenn í lið Napoli í gær. Þetta hefur aukið álagið á aðra leikmenn mikið.

„Skotinn var slakur, algjörlega úrvinda af þreytu og orkulaus. Hann þarf á hvíld að halda en á miðvikudaginn þarf hann að fara út á völlinn aftur, gegn Chelsea í gríðarlega mikilvægum leik," segir í umfjöllun í Gazzettunni.

Napoli er í 25. sæti Meistaradeildarinnar og fær Chelsea í heimsókn í lokumferð deildarkeppninnar á miðvikudagskvöld. Liðin sem enda í sætum 9-24 munu fara áfram í umspil.

Eftir tapið gegn Juventus bað Conte stuðningsmenn Napoli um að sýna liðinu stuðning í þeim erfiðu aðstæðum sem það væri að vinna í gegnum.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
11 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner
banner