Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 15:30
Elvar Geir Magnússon
McGinn gæti verið frá í tvo mánuði - Abraham búinn í læknisskoðun
John McGinn.
John McGinn.
Mynd: EPA
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: EPA
John McGinn, fyrirliði Aston Villa, gæti misst af næstu tveimur mánuðum. Miðjumaðurinn meiddist á hné í tapleiknum gegn Everton í síðustu viku.

McGinn, sem er skoskur landsliðsmaður, gæti misst af allt að níu leikjum. Villa er í harðri toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá toppnum, og í Evrópudeildinni.

Unai Emery, stjóri Villa, segir að McGinn spili ekki næstu vikurnar og verði jafnvel frá í allt að tvo mánuði.

Villa vonast til að fá miðjumann áður en glugganum verður lokað. Boubacar Kamara verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu og þá fór Youri Tielemans meiddur af velli í sigrinum gegn Newcastle í gær. Hann meiddist á ökkla.

Kaupa Abraham til að selja hann til Villa
Sóknarmaðurinn Tammy Abraham fór í læknisskoðun hjá Villa um helgina en félagið er að kaupa hann frá Besiktas. Tyrkneska félagið nýtti ákvæði um að kaupa Abraham frá Roma, til þess að geta selt hann til enska félagsins.

Besiktas borgar 11,2 milljónir punda til að kaupa Abraham og selur hann svo til Villa fyrir 18 milljónir punda. Hann er fyrrum leikmaður Chelsea en spilaði á láni með Villa 2018-19.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner