Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 14:07
Elvar Geir Magnússon
Yisa Alao til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur keypt táninginn Yisa Alao frá Sheffield Wednesday en hann hefur gert tveggja og hálfs árs samning.

Chelsea borgar um 500 þúsund pund fyrir þennan 17 ára strák, sem spilar sem vinstri bakvörður.

Alao lék fimm leiki fyrir Wednesday, sem er í botnsæti Championship-deildarinnar og í greiðslustöðvun, síðan hann lék sinn fyrsta leik 16 ára í ágúst.

Wednesday mun fá árangurstengdar greiðslur ef ferill Alao þróast að óskum.

Þá er það að frétta af Chelsea að miðvörðurinn Aarón Anselmino hefur verið kallaður úr láni hjá Borussia Dortmund. Anselmino er 20 ára gamall og hefur aðeins fengið að spila 10 leiki fyrir Dortmund en er búinn að standa sig vel þegar hans er þarfnast.


Athugasemdir
banner
banner