Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 13:51
Elvar Geir Magnússon
Maguire: Carrick hefur komið stórkostlega inn í þetta
Harry Maguire varnarmaður Manchester United.
Harry Maguire varnarmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, var valinn maður leiksins í 3-2 útisigrinum gegn Arsenal í gær.

Maguire segir að Michael Carrick, sem var ráðinn bráðabirgðastjóri, hafi komið frábærlega inn í starfið en undir hans stjórn hafa sigrar unnist gegn Manchester City og Arsenal.

„Innkoma Michael hefur verið stórkostleg, hann hefur komið með ferska orku inn í þetta og skapað stemningu innan hópsins," segir Maguire.

„Tveir erfiðir leikir, fáir bjuggust við góðri uppskeru frá okkur í þeim en báðir sigrarnir eru aðdáunarverðir."

Manchester United hefur dottið úr báðum bikarkeppnum og einbeitir sér að deildinni út tímabilið. Fulham, Tottenham, West Ham og Everton verða mótherjar liðsins í febrúar.

United spilar í heildina aðeins 40 leiki á tímabilinu sem er minnsti leikjafjöldi liðsins frá því 1914-15 þegar keppni var hætt vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Meðan Manchester United spilar fjóra leiki í febrúar þá munu grannarnir í Manchester City spila sjö.


Enski boltinn - Dansað á Emirates og stjórar valtir í sessi
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner