Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 11:19
Elvar Geir Magnússon
Arnar spenntur fyrir því að stýra landsliði úr Bestu deildinni gegn Mexíkó
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson og Arnar Gunnlaugsson.
Davíð Snorri Jónasson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Líklegt má telja að Gylfi Þór Sigurðsson verði í hópnum.
Líklegt má telja að Gylfi Þór Sigurðsson verði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Mexíkó munu mætast í æfingaleik í Mexíkó þann 25. febrúar. Leikurinn er utan FIFA-glugga og íslenski hópurinn verður að langmestu skipaður leikmönnum úr íslensku Bestu-deildinni.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net og ræddi um komandi verkefni landsliðið.

„Þetta er bara auglýsing fyrir Bestu deildina. Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir leikmenn deildarinnar til að sjá hvar þeir standa gagnvart góðum leikmönnum," segir Arnar en mexíkóski hópurinn verður að mestu skipaður leikmönnum úr deildinni í Mexíkó, Liga MX, sem er mjög sterk.

Ætlar að setja saman sterkasta mögulega liðið
Fjallað hefur verið um að sumir þjálfarar í Bestu deildinni séu ekki hrifnir af því að missa leikmenn í landsliðsverkefni á þessum tímapunkti. Arnar segist hafa verið í góðu sambandi við þjálfara.

„Það eru allir stoltir af því að leikmenn þeirra spili landsleiki en þeir hafa áhyggjur af ýmsum ástæðum," segir Arnar sem segist sýna því skilning.

„Menn eru í mismunandi formi. Það hefur verið frábært að ræða við þjálfarana, þeir hafa verið að benda mér á leikmenn sem voru kannski ekki alveg inni í myndinni. Þetta er líka auglýsing fyrir þjálfarana."

Eins og áður segir verður hópurinn að langmestu skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni.

„Við höfum verið að heyra í þjálfurum og yfirmönnum, það er möguleiki á að einhverjir frá Svíþjóð verði með. Ólíklegt að við fáum menn frá Noregi eða Danmörku," segir Arnar. Hópurinn hefur ekki verið opinberaður, þó hann sé að mestu orðinn ljós. „Hann er 95% kominn. Svo eru alveg nöfn þarna sem maður vill alveg verðlauna."

Arnar segir að þarna verði leikmenn á ýmsum aldri, hann ætli að setja sér saman sterkasta mögulega liðið en mikilvægast sé að þar séu leikmenn sem séu í góðu líkamlegu standi.
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Athugasemdir
banner