Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. febrúar 2020 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Frakkland: Rúnar Alex öflugur í jafntefli gegn Bordeaux
Rúnar Alex átti fínan leik með Dijon í kvöld
Rúnar Alex átti fínan leik með Dijon í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti góðan leik í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux í frönsku deildinni í kvöld.

Rúnar Alex og Alfred Gomis skiptu leikjunum á milli sín hjá Dijon í byrjun tímabils áður en Gomis var valinn sem fyrsti kostur í deildinni á meðan Rúnar spilaði bikarleikina.

Gomis meiddist á dögunum og ljóst að Rúnar mun fá tækifæri næstu vikurnar en hann var afar góður í jafnteflinu gegn Bordeaux í kvöld.

Hann átti öflugar vörslur í fyrri hálfleik og virkaði öruggur í sínum aðgerðum.

Dijon er í 18. sæti deildarinnar með 26 stig og er að berjast fyrir veru sinni í deildinni.

Fyrr í dag gerðu Amiens og Paris Saint-Germain 4-4 jafntefli í mögnuðum leik. Það var 17 ára gamall miðvörður PSG sem vakti athygli en hann skoraði tvö mörk með skalla eftir hornspyrnu en sá heitir Tanguy Kouassi.


Athugasemdir
banner
banner
banner