Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mið 15. mars 2023 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er U21 hópurinn: Þrír reynslumiklir og fjórir nýliðar
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst og Anton Logi eru í hópnum.
Úlfur Ágúst og Anton Logi eru í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir nokkrum mínútum var A-landsliðshópurinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM tilkynntur. Nokkrum mínútum síðar var U21 landsliðshópurinn kynntur.

Um er að ræða hóp sem mætir Írlandi í vináttuleik 27. mars.

Leikurinn fer fram á Turner's Cross í Cork og hefst hann klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á vef írska knattspyrnusambandsins.

Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2025, en Ísland hefur leik í henni 12. september þegar það mætir Tékklandi hér heima. Í riðlinum eru einnig Litháen, Wales og Danmörk.

Það er ekki mikil U21 reynsla í þessum hóp en aðeins þrír leikmenn hafa spilað meira en fimm leiki með liðinu.

Fjórir nýliðar eru í hópnum en það eru Andi Hoti, Arnór Gauti Jónsson, Úlfur Ágúst Björnsson og Lúkas Logi Heimisson.

Leikmenn eins og Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson eru ekki í hópnum að þessu sinni þar sem þeir eru með U19 hópnum á sama tíma.

Hópurinn:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir - 1 leikur
Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg - 1 leikur
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal - 12 leikir
Oliver Stefánsson - Breiðablik - 1 leikur
Jakob Franz Pálsson - KR - 1 leikur
Andri Hoti - Leiknir R.
Óli Valur Ómarsson - IK Sirius - 5 leikir
Ólafur Guðmundsson - FH - 2 leikir
Arnór Gauti Jónsson - Fylkir
Andri Fannar Baldursson - NEC - 11 leikir
Kristall Máni Ingason - Rosenborg - 10 leikir, 6 mörk
Kristófer Jónsson - Venezia - 1 leikur
Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik - 1 leikur
Orri Hrafn Kjartansson - Valur - 1 leikur
Davíð Snær Jóhannsson - FH - 1 leikur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. - 1 leikur
Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan - 1 leikur
Úlfur Ágúst Björnsson - FH
Lúkas Logi Heimisson - Valur
Eyþór Aron Wöhler - Breiðablik - 1 leikur
Athugasemdir
banner
banner
banner