Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   lau 15. mars 2025 16:06
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Jafnt í botnbaráttuslag - Frábært sigurmark hjá Verona
Ondrej Duda skoraði geggjað aukaspyrnumark
Ondrej Duda skoraði geggjað aukaspyrnumark
Mynd: EPA
Slóvakinn Ondrej Duda var hetja Hellas Verona sem vann Udinese 1-0 í Seríu A á Ítalíu í dag. Duda skoraði stórbrotið aukaspyrnu mark þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Udinese hafði verið í baráttu um að komast í Evrópukeppni og mátti ekki við tapi í dag.

Lorenzo Lucca og Jordan Zemura komu sér báðir í fín færi í fyrri hálfleiknum. Lorenzo Montipo, markvörður Verona, varði skot Zemura á meðan Lucca skallaði yfir markið.

Kinglsey Ehizibue komst nálægt því að skora snemma í síðari hálfleik en setti boltann framhjá.

Verona-menn fóru aðeins að ógna þegar leið á síðari hálfleikinn og var þar Duda þeirra helsta vopn. Hann hafði aðeins hótað Udinese í leiknum og loks kom að því að boltinn færi í netið en það mark var algerlega glæsilegt.

Duda skoraði úr aukaspyrnu af 30 metra færi efst upp í hægra hornið og reyndist það sigurmark leiksins. Annað mark hans í deildinni og gerði hann svo gott sem út um vonir Udinese á að komast í Evrópukeppni.

Udinese er í 10. sæti með 40 stig, tíu stigum frá Evrópusæti en Verona í 14. sæti með 29 stig.

Botnlið Monza gerði þá 1-1 jafntefli við Parma í botnbaráttuslag en bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleiknum. Armando Izzo kom Monza yfir á 60. mínútu en Monza tókst ekki að halda þetta út og var það Ange Bonny sem jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Monza er áfram á botninum með 15 stig en Parma í 17. sæti með 25 stig.

Monza 1 - 1 Parma
1-0 Armando Izzo ('60 )
1-1 Ange Bonny ('84 )

Udinese 0 - 1 Verona
0-1 Ondrej Duda ('72 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner