mán 15. apríl 2024 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Palmer með fernu í stórsigri gegn Everton
Mynd: EPA
Chelsea 6 - 0 Everton
1-0 Cole Palmer ('13)
2-0 Cole Palmer ('18)
3-0 Cole Palmer ('29)
4-0 Nicolas Jackson ('44)
5-0 Cole Palmer ('64, víti)
6-0 Alfie Gilchrist ('91)

Cole Palmer var allt í öllu í stórsigri Chelsea gegn Everton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann skoraði fjögur af sex mörkum leiksins.

Palmer setti þrennu á sextán mínútna kafla í fyrri hálfleik áður en Nicolas Jackson bætti fjórða markinu við fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik skoraði Palmer fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu, áður en Alfie Gilchrist kom inn af bekknum og setti sjötta og síðasta markið í uppbótartíma.

Mörkin sem Palmer skoraði voru lagleg og sýndi hann mikla hæfileika til að ganga frá fallbaráttuliði Everton.

Chelsea er ekki nema þremur stigum frá Newcastle og Manchester United sem sitja í Evrópusætum og getur gert alvarlega atlögu að þeim sætum með góðum lokaspretti á enska úrvalsdeildartímabilinu.

Everton er aftur á móti aðeins tveimur stigum frá fallsæti en með leik til góða á næstu lið fyrir neðan.

Eftir þessa fernu er Palmer búinn að skora 20 mörk á úrvalsdeildartímabilinu og er hann markahæstur í deildinni ásamt Erling Braut Haaland.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner