lau 15. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir
Steve Bruce
Steve Bruce
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle United, var svekktur eftir 4-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Newcastle var aðeins 17 prósent með boltann gegn City en þrátt fyrir það tókst liðinu að skora þrjú mörk. Liðið komst yfir með marki frá Emil Kräfth en lenti svo undir með tveimur mörkum frá Joao Cancelo og Ferran Torres.

Joelinton jafnaði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og svo skoraði Joe Willock þegar klukkutími var búinn af leiknum en Torres tókst þó að snúa taflinu við hjá City með því að bæta við tveimur mörkum.

„Sóknarleikurinn var mjög góður og skyndisóknirnar góðar en við vorum samt einfaldlega ekki nógu góðir. Stærsta hrósið sem gæti gefið þeim er það er erfitt að spila gegn City. Það eru langir kaflar í leikjunum þar sem við erum ekki með boltann því leikmenn City eru svo góðir í að halda bolta," sagði Bruce.

Bruce og hans menn hafa fengið mikla gagnrýni á þessu tímabili en hann segist vanur því.

„Ef þú ætlar að vinna í esnku úrvalsdeildinni þá tekur þú það með í dæmið að það er gagnrýni og stundum er hún ósanngjörn en ég sagði alltaf að ef leikmennirnir okkar eru í formi þá myndum við gera ágætis hluti."

„Ég er knattspyrnustjóri og ég hef verið að gera þetta í langan tíma en ég er líka tilbúinn að vinna og kannski verð ég með enn þykkari skráp,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner