Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 15. maí 2022 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Heiðars: Margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn heimsóttu hafnfirðingana í FH í dag þegar flautað var til leiks frá Kaplakrikavelli klukkan tvö í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.

Bæði þessi lið höfðu farið heldur hægt af stað og voru vongóð um að sækja stig í þessum leik og Eyjamenn jafnvel að gæla við fyrsta sigurinn en svo varð ekki.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Þeir voru bara sterkari aðilinn í dag og þetta er bara hörku gott FH lið og voru bara betri og áttu þetta skilið." Sagði þjálfari eyjamanna, Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í dag.

„Það var margt jákvætt í okkar leik en þeir voru hættulegri og komust í betri færi. Við vorum kannski ekki alveg nógu grimmir á síðasta þriðjung en eins og ég segi þá var margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli."

Eyjamenn komust oft í góðar stöður en vantaði örlítið upp á gæðin á síðasta þriðjung til þess að klára sóknirnar.

„Já við komumst einmitt í fínar stöður og í færi í rauninni en náum ekki að gera okkur mat úr því og það er nátturlega fúlt því það var marg jákvætt." 

Athygli vakti að ÍBV byrjaði með Guðjón Orra í markinu í dag í stað Halldórs Páls sem hefur varið mark ÍBV í öllum leikjum mótsins til þessa.

„Það er hörku samkeppni og Guðjón verið frábær á æfingum þannig við eigum bara tvo frábæra markmenn sem eiga báðir skilið að spila. Það er bara aðeins verið að prufa sig áfram."

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner