Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 15. maí 2022 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Heiðars: Margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn heimsóttu hafnfirðingana í FH í dag þegar flautað var til leiks frá Kaplakrikavelli klukkan tvö í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.

Bæði þessi lið höfðu farið heldur hægt af stað og voru vongóð um að sækja stig í þessum leik og Eyjamenn jafnvel að gæla við fyrsta sigurinn en svo varð ekki.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 ÍBV

„Þeir voru bara sterkari aðilinn í dag og þetta er bara hörku gott FH lið og voru bara betri og áttu þetta skilið." Sagði þjálfari eyjamanna, Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í dag.

„Það var margt jákvætt í okkar leik en þeir voru hættulegri og komust í betri færi. Við vorum kannski ekki alveg nógu grimmir á síðasta þriðjung en eins og ég segi þá var margt jákvætt en þeir voru sterkari þar sem það skipti máli."

Eyjamenn komust oft í góðar stöður en vantaði örlítið upp á gæðin á síðasta þriðjung til þess að klára sóknirnar.

„Já við komumst einmitt í fínar stöður og í færi í rauninni en náum ekki að gera okkur mat úr því og það er nátturlega fúlt því það var marg jákvætt." 

Athygli vakti að ÍBV byrjaði með Guðjón Orra í markinu í dag í stað Halldórs Páls sem hefur varið mark ÍBV í öllum leikjum mótsins til þessa.

„Það er hörku samkeppni og Guðjón verið frábær á æfingum þannig við eigum bara tvo frábæra markmenn sem eiga báðir skilið að spila. Það er bara aðeins verið að prufa sig áfram."

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner