„Það var frábært að hlaupa inn á og heyra í áhagendunum sem við vorum með. Manni leið eins og maður væri að spila á heimavelli. Það gefur manni þvílíkan kraft, það má ekki vanmeta," sagði Theodór Elmar Bjarnason við Fótbolta.net í dag en hann kom inn á sem varamaður undir lokin gegn Portúgal í gær.
Elmar segir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi átt þátt mikinn þátt í jafnteflinu í gær þó að hann hafi ekki komið við sögu í leiknum sjálfum.
„Það má segja að Eiður hafi verið MVP (Most Valuable Player) leiksins þó að hann hafi ekki spilað. Við vorum á æfingu hérna um daginn og það var stress í mönnum. Við söfnuðumst saman í hring og Eiður sagði nokkur vel valin orð sem smituðu út frá sér. Maður fann stressið fara af mönnum. Það sýnir hvað er mikilvægt að hafa menn með virðingu í hópnum."
Elmar vonast til að koma aftur við sögu á laugardag þegar Ísland leikur við Ungverjaland.
„Ég er alltaf jákvæður á að fá mínútur og ég er tilbúinn þegar þeir biðja um það, hvar sem það verður. Ég er í besta formi lífs míns og tilbúinn í allt. Ef það gerist þá er ég klár en annars styð ég strákan af bekknum,"
Cristiano Ronaldo og fleiri leikmenn Portúgals voru mjög pirraðir eftir leikinn í gær. „Ég nenni varla að eyða tíma í þá. Það sýnir meira hvernig persónuleika þeir búa yfir og ég nenni ekki að pæla í því,"
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Hlustaðu á uppgjör leiksins í EM-Innkastinu sem tekið var upp í nótt!https://t.co/HfDlTHVkt5#fotboltinet pic.twitter.com/YpefGx3xkE
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 15, 2016
Athugasemdir























