Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. júní 2021 22:10
Victor Pálsson
Kimpembe: Enginn þarf að taka ákvörðun fyrir Pogba
Mynd: Getty Images
Pascal Kimpembe, leikmaður Frakklands, hefur ekki rætt við Paul Pogba um framtíð miðjumannsins.

Pogba er eins og oft orðaður við brottför frá Manchester United en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Paris Saint-Germain er eitt af þeim liðum sem eru sögð horfa til Pogba en Kimpembe spilar þar stórt hlutverk.

Kimpembe hefur þó ekki reynt að ræða við Pogba um framtíðina og segir hann geta tekið ákvörðun sjálfur.

„Ég hef ekki rætt þetta við hann. Hann er stór strákur og það þarf enginn að taka ákvörðun fyrir hann," sagði Kimpembe.

„Öll félög myndu bjóða hann velkominn. Þetta er undir honum og umboðsmönnum komið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner