Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. júní 2021 20:34
Victor Pálsson
Zidane bálreiður út í blaðamann sem elti hann - „Þessi vinnubrögð eru til skammar"
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, lét skapið hlaupa með sig í gönur í gær er hann var eltur af blaðamanni á Spáni.

Zidane ákvað undir lok síðasta tímabils að segja starfi sínu lausu og mun ekki þjálfa Real á næstu leiktíð.

Það hefur verið mikið rætt um tímabil Real á Spáni en liðið vann ekki titil í fyrsta sinn í langan tíma.

Frakkinn sagði ástæðuna vera stuðning félagsins en hann fann ekki fyrir trausti og ákvað að segja upp.

Blaðamaður benti Zidane á að hann hafi yfirgefið Real á nokkuð slæman hátt og tók þessi fyrrum franski landsliðsmaður ekki vel í þau ummæli.

„Ætlarðu að elta mig og spyrja sömu spurninga? Þessi vinnubrögð eru til skammar. Þú þekkir mig og ég þekki þig," sagði Zidane.

„Hættu að elta mig og komdu hérna og talaðu við mig."

Blaðamaðurinn vinnur fyrir Directo Gol á Spáni en hann benti á opið bréf sem Zidane skrifaði eftir uppsögnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner