Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 15. júlí 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ermelo, Hollandi
Dagný gaf Sif afmælispakka í morgunsárið
Kvenaboltinn
Gleði hjá Sif á afmælisdeginum.
Gleði hjá Sif á afmælisdeginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru forréttindi að fá að eyða deginum með þessum meisturum," segir Sif Atladóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, sem heldur upp á 32 ára afmæli sitt í dag.

Sif náði að sofa út á afmælisdeginum en herbergisfélagi hennar, Dagný Brynjarsdóttir, færði henni gjöf í morgunsárið.

„Dagný er búin að hugsa vel um mig og ég fékk afmælispakka í morgun. Ég fékk súkkulaðimöndlur, bingó kúlur og maska fyrir andlitið. Svo fékk ég heimatilbúið möndlugott."

Íslenska liðið kom til Hollands í gær en glæsileg kveðjustund var á Keflavíkurflugvelli. Áhuginn á liðinu er gríðarlegur.

„Maður var ótrúlega hrærður. Það voru margar tilfinningar sem komu upp en allar rosalega jákvæðar. Það er eitthvað í loftinu, eitthvað rafmagn sem er að hjálpa okkur."

Það sést vel á allri umgjörð og áhuga í kringum Ísland í Hollandi hversu hröð framþróun er í kvennafótboltanum.

„Við vorum að hlæja að muninum ár frá ári, hvernig þetta var 2009, 2013 og svo núna. Þetta eru þrjú mismunandi mót. Maður sér hvað kvennaboltinn er á stöðugri uppleið," segir Sif sem hefur leikið 67 landsleiki frá 2007.

Ísland mætir einu sigurstranglegasta liði mótsins, Frakklandi, í fyrsta leik á þriðjudag.

„Við erum þekktar fyrir að taka svona áskorunum og við ætlum að gera það vel. Það er frábært að fá Frakkland í fyrsta leik."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner