Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 15. júlí 2020 22:46
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Sólveig: Líklega ekki með í næsta leik
Eigum að vinna manni fleiri
Kvenaboltinn
Sólveig skoraði mark Fylkis á 17. mínútu leiksins og fagnaði með stæl.
Sólveig skoraði mark Fylkis á 17. mínútu leiksins og fagnaði með stæl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef ég á að segja eins og er, áttum við að fá 3 stig út úr þessu. Við vorum einum fleiri allan leikinn og maður á bara að vinna þannig leiki, sagði Sólveig eftir 1-1 jafntefli gegn Val á Origo-vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fylkir

Sólveig skoraði eina mark Fylkis en þær spiluðu manni fleiri í 90 mínútur þar sem Elísa Viðarsdóttir fékk að líta rauðaspjaldið á 2. mínútu leiksins. Aðspurð sagðist Sólveig ekki hafa séð rauða spjaldið nógu vel.

Nei ég sá það ekki, en ég held þetta hafi verið mjög sanngjarnt.

Fylkisstúlkur voru mun sprækari undir lok leiksins og sást á Valsliðinu að þreyta var farin að segja til sín. Valsliðið pakkaði í vörn en Fylkir héldu áfram að sækja. Hélt Sólveig að þær næðu að stela sigrinum á loka metrunum?

Já ég hélt það, þessvegna er þetta mjög svekkjandi.


Jú, en ef maður vinnur ekki þá er maður ekki beinlýnis sáttur, sagði Sólveig eftir að fréttaritari spurði hvort hún væri ekki ánægð með sína spilamennsku í leiknum.

Að lokum sagðist Sólveig ekki vera búin að kynna sér hvað væri framundan hjá liðinu þar sem hún verður líklega fjarverandi í næsta leik þar sem hún er á leið erlendis.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner