Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 15. júlí 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmannasamtökin hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Esbjerg
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
Leikmannasamtökin í Danmörku eru alls ekki sátt með það hvernig Esbjerg hefur komið fram.

Leikmenn Esbjerg eru sagðir ósáttir við nýjan þjálfara liðsins. Peter Hyballa, 45 ára gamall Þjóðverji, tók við Esbjerg af Ólafi Kristjánssyni fyrir um mánuði síðan.

Það er sagt að Hyballa refsi leikmönnum andlega og líkamlega, ef þeir gera eitthvað rangt. Fram kemur í dönskum fjölmiðlum að hann hafi gripið í leikmenn og sagt við þá: „Þú ert með stærri brjóst en konan þín."

Hyballa er með miklar kröfur til leikmanna, of miklar að mati sumra.

Leikmannasamtök Danmerkur hafa verið að vinna í málinu en samtökin eru ekki sátt með meðhöndlun Esbjerg á þessu öllu saman. Leikmannasamtökin hafa því ákveðið að leita til vinnumálaeftirlitsins í von um hjálp.

Hægt er að lesa meira um málið hérna en Hyballa hefur ekkert viljað ræða við Ekstrabladet.
Athugasemdir
banner
banner