Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 15. ágúst 2019 22:01
Ármann Örn Guðbjörnsson
Jón Þórir: Við vorum búnir að dóminera leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram var að vonum ánægður með sigur liðsins á Njarðvík í kvöld. Liðin mættust í Safamýrinni í Inkasso-deild karla í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar. Fram sitja í 5 sæti deildarinnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Njarðvík

"Við héldum áfram bara, sem betur fer. Við vorum búnir að dóminera leikinn en Njarðvík eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og gáfu okkur virkilega góðan leik í dag en sem betur fer náðum við að setja 2 og klára leikinn."

Það virtist ekkert ganga í sóknarleik Fram sem voru með boltann nánast allan leikinn.

"Við ætluðum að reyna komast á bakvið þá en það er náttúrulega erfitt að spila á móti liði sem eru með svona marga leikmenn fyrir framan teiginn"

Alex Freyr Elísson fór útaf meiddur en Jón telur að það hafi litið verr út en virðist. 

Eftir að hafa verið í toppbaráttu um mitt sumar þá hefur liðið tapað nokkrum leikjum í röð og sitja nú um miðja deild. 

"Við stefnum á sigur í hverjum leik og við erum svolítið svekktir að hafa stimplað okkur útúr toppbaráttunni uppá síðkastið en við verðum bara að reyna enda eins ofarlega og unnt er."

Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner