Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 15. ágúst 2019 22:01
Ármann Örn Guðbjörnsson
Jón Þórir: Við vorum búnir að dóminera leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram var að vonum ánægður með sigur liðsins á Njarðvík í kvöld. Liðin mættust í Safamýrinni í Inkasso-deild karla í fyrsta leik Inkasso-deildarinnar. Fram sitja í 5 sæti deildarinnar eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Njarðvík

"Við héldum áfram bara, sem betur fer. Við vorum búnir að dóminera leikinn en Njarðvík eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og gáfu okkur virkilega góðan leik í dag en sem betur fer náðum við að setja 2 og klára leikinn."

Það virtist ekkert ganga í sóknarleik Fram sem voru með boltann nánast allan leikinn.

"Við ætluðum að reyna komast á bakvið þá en það er náttúrulega erfitt að spila á móti liði sem eru með svona marga leikmenn fyrir framan teiginn"

Alex Freyr Elísson fór útaf meiddur en Jón telur að það hafi litið verr út en virðist. 

Eftir að hafa verið í toppbaráttu um mitt sumar þá hefur liðið tapað nokkrum leikjum í röð og sitja nú um miðja deild. 

"Við stefnum á sigur í hverjum leik og við erum svolítið svekktir að hafa stimplað okkur útúr toppbaráttunni uppá síðkastið en við verðum bara að reyna enda eins ofarlega og unnt er."

Viðtalið má sjá í heild sinni í tækinu hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner