Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arnar Þór Helgason (Grótta)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Bjarni Ómarsson.
Einar Bjarni Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bessi Jóhannsson.
Bessi Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Hilmarsson.
Jóhannes Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristinn Ingi Halldórsson.
Kristinn Ingi Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór er miðvörður sem lék sína fyrstu mótsleiki í meistaraflokki með Kríu sumarið 2015. Síðan hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu Gróttu.

Arnar hefur leikið alla leiki nema einn í sumar, tíu leiki alls, og skorað eitt mark. Á síðasta tímabili lék hann 20 leiki og skoraði þrjú mörk þegar Grótta sigraði 1. deildina og tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni. Í dag sýnir Arnar á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Arnar Þór Helgason

Gælunafn: Bombi

Aldur: 24 ára, einn þriðji búinn

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 með Kríunni

Uppáhalds drykkur: Uppáhellt

Uppáhalds matsölustaður: Maikaí

Hvernig bíl áttu: Toyota Auris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break, season 1

Uppáhalds tónlistarmaður: Egill Ploder

Fyndnasti Íslendingurinn: Ágúst Gylfason

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Súkkulaðispæni og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sund

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kristinn Ingi Halldórsson hefur farið illa með mig.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef verið gífurlega heppinn með þjálfun á mínum ferli, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokki. Hins vegar, hefði það ekki verið fyrir Jens Elvar Sævarsson og Magnús Örn Helgason þá væri ég líklegast í handkasti í dag.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jón Tómas Rúnarsson er illviðráðanlegur og alltaf sívælandi.

Sætasti sigurinn: 3-0 sigur á Magna árið 2016 við erfiðar aðstæður.

Mestu vonbrigðin: Að tapa á Greifavellinum um daginn. Fyrsti tapleikurinn á grasi í 2 ár.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United er mitt lið. Ber samt alltaf taugar til Newcastle eftir að hafa horft á Goal.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi kalla Jóhannes Hilmarsson heim frá Kríu.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hákon Rafn Valdimarsson. Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn eru líka bráðefnileg.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Freyr Harðarson er helvíti huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Jórunn María Þorsteinsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Emmanuel Adebayor

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Erfitt að gera upp á milli Júlí Karlssonar og Jóns Ívan Rivine.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sundlaug Seltjarnarness

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Árið 2018 í 2. deildinni þá töpuðum við illa fyrir Vestra 6-0 á Ísafirði. Síðan mættu þeir okkur á Vivaldi seinna um sumarið og komust fljótlega yfir. Eftir markið þeirra öskrar fyrirliði þeirra, Andy Pew: “Five more lads, five more!”. Við enduðum á því að vinna þennan leik 3-2 og í kjölfarið skildum við Vestra eftir í 2. deildinni.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tek nokkur útskot.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Fylgdist með íslenskum handbolta þegar Aron Dagur Pálsson og Viggó Kristjáns voru á landinu að spila the beautiful game. Fylgist einnig með NFL og pílunni. Glugga af og til á íshokkýið.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Premier

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Lélegur í dönsku, seigur í flestu öðru.

Vandræðalegasta augnablik: Það var ansi fyndið atvik sem gerðist í leik gegn Breiðabliki í fyrra. Ég ætlaði að gefa boltann aftur á Hákon eftir markspyrnu en endaði á því að taka þéttingsskot í samskeytin sem endaði með marki hjá Blikum.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju:
Fyrsti maður á blað væri Njarðvíkingurinn Bessi Jóhannsson til þess að finna leið af eyjunni. Síðan myndi ég taka Loga Tómasson uppá stemmarann og Ástbjörn Þórðarson til þess að veiða í matinn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er í 180 klúbbnum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Eftir að hafa séð Kieran Mcgrath í fyrsta skipti hélt ég að einhver normal geezer væri mættur í klefann. Síðan kom á daginn að maðurinn er eins dirty og menn gerast, potandi í bossa og fleira, annars toppmaður.

Hverju laugstu síðast: Sagði Ástbirni fyrir síðasta leik að það væri laxapasta í matinn, allir grenjuðu úr hlátri

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Reitur, fæ svo mikið af klobbum á mig.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Einar Bjarna Ómarsson hvenær hann ætlar að koma sér í stand og hefja æfingar með Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner