Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 15. ágúst 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Settu upp borða í Safamýri og báðu Fred um að vera áfram
Kristján Freyr og Óskar, stuðningsmenn Fram.
Kristján Freyr og Óskar, stuðningsmenn Fram.
Mynd: Fram
Brasilíski sóknartengiliðurinn Fred Saraiva er algjör lykilmaður hjá Fram í Lengjudeildinni.

Þessi skemmtilegi leikmaður var í vikunni orðaður við félög í Pepsi Max-deildinni sem eru sögð hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Stuðningsmenn Fram vilja ekki missa Fred og hengdur var upp borði á heimavelli liðsins í Safamýri fyrir leikinn gegn ÍBV í gær.

„Fred við dáum þig, plís vertu áfram með okkur í Fram" voru skilaboðin sem hengd voru upp við mannlausa stúkuna.

Fred skoraði eitt af mörkum Fram í þessu magnaða jafntefli gegn ÍBV en 4-4 urðu lokatölur.

Fram er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar, aðeins stigi á eftir ÍBV og Leikni sem sitja í toppsætunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner