mán 15. ágúst 2022 09:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diego Carlos sleit hásin - Líklega frá út tímabilið
Mynd: EPA
Aston Villa hefur staðfest það með færslu á Twitter reikningi sínum að Diego Carlos hafi slitið hásin þegar liðið mætti Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Carlos þurfti að fara meiddur af velli undir lok leiks og eru meiðslin alvarleg. Carlos þarf að fara í aðgerð og svo tekur við langt endurhæfingarferli.

Carlos gæti verið frá í allt að ár vegna meiðslanna og er harla ólíklegt að hann spili aftur á þessari leiktíð.

Carlos, sem er 29 ára miðvörður, kom til Aston Villa frá Sevilla í sumar. Leikurinn á laugardag var hans annar keppnisleikur fyrir félagið.

Lokatölur leiksins urðu 2-1 fyrir Aston Villa sem er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner