29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 15. ágúst 2022 22:48
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Leikurinn fær sitt eigið líf þegar Damir fær rautt
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Íslands og bikarmeisturum Víking þegar 17.umfeð Bestu deildar karla lauk núna í kvöld.

Breiðablik hafði fyrir umferðina 8 stiga forystu á Víkinga í 3.sæti deildarinnar og gátu með sigri slitið sig svolítið frá KA og Víking en stórmeistarajafntefli varð niðurstaðan á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Já þú getur sagt það. Það er bara laukrétt hjá þér og auðvitað þegar öllu er á botnin hvolft þá eru þetta sennilega bara sanngjörn úrslit og jafntefli niðurstaðan." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og auðvitað var þetta allt fullt af stoppum og kannski sýnir hversu mikið álag er á leikmönnum. Menn búnir að vera fara í margar utanlandsferðir og spila mikið af leikjum á stuttum tíma og þau auðvitað verðum við viðkvæmari og held að það hafi komið glögglega í ljós í fyrri hálfleiknum."

„Svo auðvitað bara finnst mér við stýra leiknum bara þangað til að þeir skora en þá sveiflast mómentið í leiknum og svo auðvitað fær leikurinn sitt eigið líf þegar að Damir fær rautt og við förum að verja stigið."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner