sun 15. september 2019 22:56 |
|
Andri Ólafs tekur við kvennaliði ÍBV
Fram kemur á vef Eyjafrétta að Andri Ólafsson muni þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili.
Jón Ólafur Daníelsson hefur þjálfað ÍBV á þessari leiktíð og stýrði hann liðinu til 2-0 sigurs gegn Fylki í dag. Með sigrinum gulltryggði ÍBV sér áframhaldandi veru í Pepsi Max-deild kvenna.
Eftir sigurinn í dag er ÍBV í áttunda sæti, af 10 liðum, með 18 stig eftir 17 leiki.
Andri Ólafsson er 34 ára gamall og lék hann með ÍBV langstærstan hluta leikmannaferils síns. Hann á einnig leiki fyrir Grindavík, KR og KFS.
Frá því í júlí hefur Andri verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Andri stýrði ÍBV í leik gegn Val á dögunum þar sem Ian Jeffs þurfti að sinna starfi sínu sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Þann leik vann ÍBV 2-1, annar af tveimur deildarsigrum liðsins í sumar. Karlalið ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deildinni.
Jón Ólafur Daníelsson hefur þjálfað ÍBV á þessari leiktíð og stýrði hann liðinu til 2-0 sigurs gegn Fylki í dag. Með sigrinum gulltryggði ÍBV sér áframhaldandi veru í Pepsi Max-deild kvenna.
Eftir sigurinn í dag er ÍBV í áttunda sæti, af 10 liðum, með 18 stig eftir 17 leiki.
Andri Ólafsson er 34 ára gamall og lék hann með ÍBV langstærstan hluta leikmannaferils síns. Hann á einnig leiki fyrir Grindavík, KR og KFS.
Frá því í júlí hefur Andri verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Andri stýrði ÍBV í leik gegn Val á dögunum þar sem Ian Jeffs þurfti að sinna starfi sínu sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Þann leik vann ÍBV 2-1, annar af tveimur deildarsigrum liðsins í sumar. Karlalið ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
13:18
09:18
21:14
07:00