Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. september 2019 15:37
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Hörður Björgvin á skotskónum er CSKA vann Tambov
Hörður Björgvin Magnússon skoraði fyrir CSKA í dag
Hörður Björgvin Magnússon skoraði fyrir CSKA í dag
Mynd: Getty Images
Tambov 0 - 2 CSKA
0-0 Fedor Chalov ('66 , Misnotað víti)
0-1 Kristijan Bistrovic ('84 )
0-2 Hörður Björgvin Magnússon ('90 )

CSKA Moskva vann þriðja leik sinn í röð í rússnesku deildinni er liðið lagði nýliða Tambov að velli, 2-0.

Fæðing CSKA í leiknum var erfið en Tambov byrjaði betur og lagði mikla atlögu að markinu í fyrri hálfleiknum.

CSKA vann sig þó inn í leikinn og uppskar liðið vítaspyrnu á 66. mínútu. Rússneska ungstirnið Fedor Chalov fór á punktinn en vítið var slakt og átti markvörður Tambov ekki í vandræðum með að verja. Valeriu Ciuperca, leikmaður Tambov, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar tuttugu mínútur voru eftir og þyngdist því sókn CSKA talsvert.

Kristijan Bistrovic kom CSKA þó yfir á 84. mínútu með sannkölluðum þrumufleyg upp í samskeytin en hann lét vaða rétt fyrir utan vítateig.

Teitið var þó ekki búið því þegar tæpar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma gerði íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon annað markið með góðu vinstri fótar skoti í hægra hornið.

Góður sigur CSKA og er liðið í 2. sæti með 19 stig eftir fyrstu níu leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner