Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 15. september 2020 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spurs nálgast kaup á Reguilon - Opið fyrir ákvæðinu sem stoppar United
Mynd: Getty Images
Spænski miðillinn AS og breski miðillinn Telegraph greina frá því að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenaham, og Jose Mourinho, stjóri félagsins, séu í viðræðum um að fá Sergio Reguilon í raðir félagsins.

Reguilon er vinstri bakvörður og er samningsbundinn Real Madrid. Hann var að láni hjá Seville á síðustu leiktíð og þótti standa sig mjög vel.

Manchester United hefur verið að skoða kaup á Reguilon en allar viðræður samkvæmt heimildum AS hafa stoppað á svokölluðu endurkaupsákvæði (e. buy back clause) því Real vildi geta keypt Reguilon til baka fyrir ákveðna upphæð. United tók það ekki í mál.

Tottenham er sagt vera opið fyrir að hafa slíkt ákvæði í kaupverðinu á bakverðinum. Regiulon er 23 ára gamall og verður 24 ára í desember. Hann er talinn kosta um 30 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner