mið 15. september 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Verða óvænt úrslit í bikarnum?
Vestri fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn.
Vestri fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er spennandi dagur framundan í fótboltanum hér á Íslandi því það er leikið í Mjólkurbikarnum.

Það er komið að átta-liða úrslitunum. ÍR úr 2. deild spilar við ÍA úr Pepsi Max-deildinni. Þá leikur Lengjudeildarlið Vestra við Íslandsmeistara Vals.

HK og Keflavík, tvö lið sem eru í fallbaráttu í efstu deild, mætast og á sama tíma spilar Víkingur, sem er ríkjandi bikarmeistari, við Fylki.

Þá er einn leikur á dagskrá í Lengjudeild karla. Grótta fær Aftureldingu í heimsókn þar sem ekki er mikið í húfi.

miðvikudagur 15. september

Lengjudeild karla
19:15 Grótta-Afturelding (Vivaldivöllurinn)

Mjólkurbikar karla
16:30 ÍR-ÍA (Hertz völlurinn)
16:30 Vestri-Valur (Olísvöllurinn)
19:15 HK-Keflavík (Kórinn)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner