Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 15. september 2025 21:56
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Við spilum leik uppi á Akranesi fyrir þremur dögum þar sem við vorum bara skrítnir og passívir. Ragir við að stíga upp í maður á mann pressu og bara skrítin leikur. Það var gjörólíkt í dag" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafnteflið í kvöld.

„Við förum maður á mann og gefum ekkert andrými á boltann og pressum þá hátt. Erum frábærir í repressu að vinna boltann aftur. Erum með boltann inn á þeirra þriðjung og inn á teignum þeirra meira og minna allan fyrri hálfleikinn en vandamálið er að við fengum ekkert eitt einasta færi" 

„Þetta voru langskot og eitthvað svona, eitthvað klafs og það er kannski áhyggjuefni og það er kannski bara sviðsmyndin sem hefur verið á móti liðum sem að spila þéttan og góðan varnarleik á móti okkur" 

„Við höfum verið með boltann ofarlega og komið okkur í góðar stöður en ekki náð að skapa okkur nógu góð færi og það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni" 

Breiðablik hafa ekki unnið deildarleik í smá tíma núna og mögulega er það farið að leggjast á liðið. 

„Ég veit það ekki. Það er þá kannski helst bara eftir síðasta leik þar sem menn voru auðvitað bara svekktir með þann leik og eiga heimaleik hérna í lokin. Menn ætla sér að sjálfsögðu sigur" 

„Leikirnir þar á undan eru bara frábær leikur í Víkinni þar sem við spilum góðan leik einum færri stóran hluta leiksins en mér fannst við líklegir til að ná í sigur þar líka. Þar á undan vinnum við tvo Evrópuleiki í 'playoffs' þannig menn eru ekkert að horfa á lengra en það" 

„Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum en ég held að þetta hefur ekkert verið að setjast sérstaklega á menn" 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner