Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 ÍBV
„Við spilum leik uppi á Akranesi fyrir þremur dögum þar sem við vorum bara skrítnir og passívir. Ragir við að stíga upp í maður á mann pressu og bara skrítin leikur. Það var gjörólíkt í dag" sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafnteflið í kvöld.
„Við förum maður á mann og gefum ekkert andrými á boltann og pressum þá hátt. Erum frábærir í repressu að vinna boltann aftur. Erum með boltann inn á þeirra þriðjung og inn á teignum þeirra meira og minna allan fyrri hálfleikinn en vandamálið er að við fengum ekkert eitt einasta færi"
„Þetta voru langskot og eitthvað svona, eitthvað klafs og það er kannski áhyggjuefni og það er kannski bara sviðsmyndin sem hefur verið á móti liðum sem að spila þéttan og góðan varnarleik á móti okkur"
„Við höfum verið með boltann ofarlega og komið okkur í góðar stöður en ekki náð að skapa okkur nógu góð færi og það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni"
Breiðablik hafa ekki unnið deildarleik í smá tíma núna og mögulega er það farið að leggjast á liðið.
„Ég veit það ekki. Það er þá kannski helst bara eftir síðasta leik þar sem menn voru auðvitað bara svekktir með þann leik og eiga heimaleik hérna í lokin. Menn ætla sér að sjálfsögðu sigur"
„Leikirnir þar á undan eru bara frábær leikur í Víkinni þar sem við spilum góðan leik einum færri stóran hluta leiksins en mér fannst við líklegir til að ná í sigur þar líka. Þar á undan vinnum við tvo Evrópuleiki í 'playoffs' þannig menn eru ekkert að horfa á lengra en það"
„Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum en ég held að þetta hefur ekkert verið að setjast sérstaklega á menn"
Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |