Heimild: Hamingjuhöfn

Nenad Zivanovic stýrði Ægi til sigurs í 2. deild í sumar, Ægir endaði í 1. sæti deildarinnar með 44 stig ur leikjunum 22, með þremur mörkum betri markatölu en Grótta sem endaði í 2. sæti.
Ægir vann 2-3 endurkomusigur í Garði gegn Víði þar sem sigurmarkið kom á sjöundu mínútu uppbótartíma og tryggði deildartitilinn.
Ægir vann 2-3 endurkomusigur í Garði gegn Víði þar sem sigurmarkið kom á sjöundu mínútu uppbótartíma og tryggði deildartitilinn.
Nenad var til viðtals eftir leikinn á laugardag og var spurður út í framtíð sína.
„Hvort ég verð hérna á næsta tímabili? Það er góð spurning. Ég veit það í raun ekki, því ég sagði við formanninn og leikmennina fyrir tímabilið að ef við færum ekki upp um deild þá myndi ég ekki halda áfram,“ sagði Nenad í viðtali sem birt var á hamingjuhofn.is.
Nenad segir að margir þættir ráði því hvort hann haldi áfram hjá Ægi. Hann rifjaði jafnframt upp reynslu liðsins frá árinu 2023 þegar Ægir fékk seint staðfestingu á sæti í Lengjudeild.
„Við fengum ekki að vita fyrr en í febrúar að við værum komnir upp og þá hafði 90% af liðinu samið fyrir aðra deild. Ég vona að við höfum lært af þessu og að þetta verði ekki eins í þetta sinn – ef ég held áfram, auðvitað."
Nenad hefur verið þjálfari Ægis síðan 2019 þegar hann tók við liðinu í 4. deildinni.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 22 | 14 | 2 | 6 | 60 - 35 | +25 | 44 |
2. Grótta | 22 | 13 | 5 | 4 | 47 - 25 | +22 | 44 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 32 - 24 | +8 | 42 |
4. Kormákur/Hvöt | 22 | 11 | 2 | 9 | 35 - 37 | -2 | 35 |
5. Dalvík/Reynir | 22 | 10 | 4 | 8 | 38 - 26 | +12 | 34 |
6. KFA | 22 | 9 | 5 | 8 | 53 - 45 | +8 | 32 |
7. Haukar | 22 | 9 | 4 | 9 | 36 - 40 | -4 | 31 |
8. Víkingur Ó. | 22 | 8 | 4 | 10 | 42 - 40 | +2 | 28 |
9. Kári | 22 | 8 | 0 | 14 | 32 - 55 | -23 | 24 |
10. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 52 | -14 | 23 |
11. Víðir | 22 | 5 | 5 | 12 | 33 - 41 | -8 | 20 |
12. Höttur/Huginn | 22 | 4 | 5 | 13 | 27 - 53 | -26 | 17 |
Athugasemdir