Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane reifst við Schmeichel á hóteli um miðja nótt
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, gerði of mikið úr Sterling/Gomez málinu að mati Roy Keane, fyrrum fyrirliða Manchester United.

England vann 7-0 sigur á Svartfjallalandi og tryggði sér sæti á EM 2020 í gær, en ákveðinn hluti áhorfenda á Wembley bauluðu þegar varnarmaðurinn Joe Gomez kom inn á sem varamaður.

Gomez og Sterling lenti saman undir lokin á 3-1 sigri Liverpool á Manchester City um síðustu helgi. Svo virðist sem Sterling hafi ennþá hafa verið pirraður á tapinu þegar hann mætti í landsliðsverkefni með Englandi því hann veittist að Gomez í mötuneyti landsliðsins.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ákvað að taka Sterling út úr liðinu fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi vegna atviksins.

Keane var sérfræðingur á leiknum í gær fyrir ITV Sport, og sagði hann: „Ég hef áður slegist við leikmann - Peter Schmeichel - á hóteli. Það var í anddyrinu og klukkan var fjögur um nótt. Það var ekki mikið um mannaferðir á þeim tíma sólarhringsins."

„Knattspyrnustjórinn (Sir Alex Ferguson) tók okkur til hliðar og sagði að við værum báðir til skammar."

„Peter baðst afsökunar og við héldum áfram með líf okkar. Það hafði aldrei áhrif á okkur sem liðsfélaga."

„Mér finnst þetta hluti af leiknum. Við erum fljót að dæma leikmenn þegar þeim er ekki sama."

„Ég held að Gareth Southgate hefði getað spilað öðruvísi með því að segja, 'Þetta er ekkert stórmál, áfram gakk'. Hann hefur núna þurft að tala um þetta í þrjá daga."

„Ég er ekki ósammála því sem Gareth gerði, hann veit örugglega meira en við," sagði Keane að lokum.

Sterling kom Gomez til varnar í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner