Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. desember 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Berbatov: Kane sá eini sem kemur til greina
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Búlgarinn Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United segir að aðeins einn framherji komi til greina ætli Ole Gunnar Solskjær sér að bæta við framherja í hópinn.

Berbatov telur það ekki góða lausn að fá Mario Mandzukic, hann er einnig á þeirri skoðun að skrefið fyrir Norðmanninn Erling Haaland beint úr austurríksku deildinni yfir í þá ensku gæti verið alltof stórt fyrir sóknarmanninn unga.

Eins og fyrr segir er aðeins einn framherji sem kemur til greina að mati Berbatov.

„Marcus Rashford er alltaf að verða betri og betri, ég er mikill aðdáandi Martial og ég vona að Mason Greenwood fái sínar mínútur líka. Ef það væri einhver, þá væri það Harry Kane, ef þeir gætu fengið hann þá væri það frábært, hann hefur allt sem þarf í þetta lið, það er hins vegar ekki að fara gerast," sagði Berbatov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner