Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. janúar 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Ings telur sig geta boðið upp á aðrar víddir fyrir landsliðið
Verið frábær á tímabilinu.
Verið frábær á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Danny Ings, framherji Southampton, telur að hann geti boðið upp á aðra möguleika en aðrir framherjar enska landsliðsins ef hann fær tækifæri í hópnum fyrir EM.

Ings á einungis einn landsleik að baki en hann þykir líklegur til að fá tækifæri í æfingaleikjum í mars eftir að hafa skorað 14 mörk með Southampton á tímabilinu.

„Gareth (Southgate landsliðsþjálfar) vill framherja sem spila á ákveðinn hátt og þetta snýst allt um það sem hann vill," sagði Ings.

„Í leikkerfinu hjá mínu félagi snýst þetta allt um að pressa, hlaupa aftur fyrir línuna og taka ekki of margar snertingar á boltann."

„Ef Gareth vill fá eitthvað öðruvísi en hinir strákarnir bjóða upp á þá get ég boðið upp á það. Við erum allir ólíkir leikmenn miðað við hvernig við spilum með félagsliðum okkar og hvernig ferlarnir okkar hafa þróast."

Athugasemdir
banner
banner