Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 16. janúar 2023 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að Albert leiti til sín - „Mér þætti það eðlilegt"
Albert Guðmundsson á að baki 33 landsleiki og hefur í þeim skorað sex mörk.
Albert Guðmundsson á að baki 33 landsleiki og hefur í þeim skorað sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur spilað vel með Genoa á Ítalíu, svo vel að á honum er áhugi úr ítölsku A-deildinni.
Hann hefur spilað vel með Genoa á Ítalíu, svo vel að á honum er áhugi úr ítölsku A-deildinni.
Mynd: Getty Images
25 ára sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk í 21 leik á tímabilinu.
25 ára sóknarmaður sem hefur skorað sex mörk í 21 leik á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins og það sem Arnar hafði um Albert að segja má sjá hér neðst í fréttinni.

Arnar var í dag spurður út í komandi verkefni í mars þegar undankeppnin fyrir EM hefst. Í kjölfarið var hann svo spurður út í stöðuna á Alberti.

Hefuru rætt við hann nýlega?
„Nei, ekkert núna nýlega. Staðan er eins og ég hef alltaf sagt, maður þarf að hafa hugann við íslenska landsliðið, hafa rétt hugarfar og fyrir mér er það alltaf liðshugarfar. Eins og ég hef sagt margoft áður þá er hurðin alltaf opin hjá mér þegar menn eru tilbúnir að koma til baka og vera á þeim forsendum sem liðið þarf á að halda. Það er staðan eins og hún er akkúrat núna og hún hefur ekki breyst frá því í september."

Vonastu til að hann komi til þín að fyrra bragði?
„Mér þætti það eðlilegt. Þannig ganga yfirleitt þessir hlutir fyrir sig. Það er samt ekkert skrifað í stein. Hurðin er alltaf opin hjá mér að taka samtalið við Albert. Ef það kemur ekki frá honum þá kemur einhvern tímann að því að ég taki upp símann. Það er ekkert skrifað í stein hvernig svona málum er háttað," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Það sem Arnar sagði í september
„Ég var mjög svekktur út í hugarfar Alberts í síðasta glugga. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið og menn þurfa að vera 100% með eða ekki. Leikmenn Íslands hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir eigin frammistöðu og ég tel að það sé lykillinn að árangri. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég loka ekki neinu í framtíðinni. Þegar Albert er tilbúinn að vinna innan þess ramma sem ég set þá er pláss fyrir hæfileikaríka menn eins og hann," sagði Arnar á blaðamannafundi.

Hann var svo spurður nánar út í Albert í viðtali í kjölfar fundarins.

„Þú þarft alltaf að vera með 100% hugarfar, alla daga, alltaf. Bestu dæmin eru leikmennirnir okkar undanfarin ár, okkar bestu leikmenn, sem hafa alltaf sýnt 100% hugarfar. Það verður til þess að aðrir leikmenn hengja sig á vagninn og læra það og gera það saman. Fyrir mig sem þjálfara er þetta ósköp einfalt, ég er með ákveðinn ramma, ákveðið hlutverk og verkefni fyrir hvern og einn leikmann. Ég þarf svo að taka ákvörðun um það hvort menn séu að fylgja því eða ekki. Það er það mikilvægasta í þessu."

Hefur leikstaða á vellinum eitthvað með þetta að gera?

„Mér þætti mjög ófagmannlegt og ósanngjarnt af mér að fara ræða það sem okkur fer á milli. Ég er búinn að ræða þetta við Albert, er búinn að segja honum hvernig mér líður og hann er búinn að segja mér hvernig honum líður. Hann er að sjálfsögðu ekki sammála mér, það væri óeðilegt, en það að fara út í hvað okkur fór á milli væri ekki fagmannlegt," sagði Arnar.
Arnar gerir upp janúarverkefnið - „Viljum ekki vera lið sem er fyrirsjáanlegt"
Athugasemdir
banner
banner