Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron skoraði - Elías með tvö á árinu en áfram næst markahæstur
Aron skoraði.
Aron skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson var á skotskónum í belgísku B-deildinni í kvöld er Union Saint-Gilloise vann öruggan sigur á útivelli.

Saint-Gilloise mætti varaliði Club Brugge sem er á botni deildarinnar. Aron og félagar gengu frá leiknum í fyrri hálfleiknum. Staðan að honum loknum var 3-0.

Aron gerði svo fjórða markið í byrjun seinni hálfleiks, á 48. mínútu. Hans fjórða mark í 14 deildarleikjum á þessari leiktíð.

Saint-Gilloise mun á næstu leiktíð spila í úrvalsdeild eftir að hafa verið með mikla yfirburði í B-deildinni á tímabilinu.

Elías spilaði í dramatísku jafntefli
Sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn þegar Excelsior gerði jafntefli við Telstar í hollensku B-deildinni. Excelsior jafnaði metin á 90. mínútu eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik.

Excelsior er í níunda sæti og Elías er næst markahæstur í deildinni með 19 mörk. Hann skoraði 17 af mörkunum fyrir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner