Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll)
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Stjórnandi.
Stjórnandi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Væri til í að fá Örnu Sif í Tindastól.
Væri til í að fá Örnu Sif í Tindastól.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gáfuð
Gáfuð
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Skemmir ekki fyrir að hún er smiður
Skemmir ekki fyrir að hún er smiður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Er svo bara drullu skemmtileg þegar maður kynnist henni
Er svo bara drullu skemmtileg þegar maður kynnist henni
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Það styttist í að Besta deild kvenna hefjast, við hér á Fótbolta.net erum byrjuð að spá fyrir tímabilið og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 8. sæti í sumar.

Aldís María er kantmaður sem uppalin er hjá Þór og fór í Tindastól fyrir tímabilið 2020. Á síðasta tímabili skoraði hún fjögur mörk í Bestu deildinni og fylgdi með því eftir fjögurra marka tímabili í Lengjudeildinni árið áður.

Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Aldís María Jóhannsdóttir

Gælunafn: Dísa

Aldur: 22

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: kom inná með þórka arið 2018 í lengjubikarnum, man lítið eftir því en var sennilega stressuð

Uppáhalds drykkur: pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: rub 23

Hvernig bíl áttu: suzuki swift

Áttu hlutabréf eða rafmynt: neibb

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: despó, friends og love island

Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber

Uppáhalds hlaðvarp: hlusta ekki á hlaðvarp

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ugla

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “okei snilld”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Völsungi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Arna sif

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Donni

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Rakel Sjöfn

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Margrét Lára

Sætasti sigurinn: seinasti leikur tímabilsins í fyrra, 7-2 sigur á móti íbv

Mestu vonbrigðin: falla úr bestu deildinni 2021

Uppáhalds lið í enska: Newcastle

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Arna Sif

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Elísa Bríet Björnsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Biggi Hlyns

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hugrún Pálsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Birgitta er rosaleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: dettur ekkert i hug

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: neee

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: eitthvað smá með körfunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: var að breyta til og kaupa puma

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: dönsku :/

Vandræðalegasta augnablik: Viðbeins braut Maríu liðsfélagan minn í leik

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju:
Hugrúnu : fyrir gáfurnar

Bryndísi: fyrir leiðtoga hæfileikana, flippið og ekki skemmir að hún sé smiður

Maríu: til að segja okkur hvað við eigum að gera

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Bryndísi í surviovor

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: get ekki borðað egg, sama hvað ég reyni þá kúgast ég alltaf:/

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Laufey, virkar mjög feimin og lokuð en er svo bara drullu skemmtileg þegar maður kynnist henni

Hverju laugstu síðast: að ég væri á leiðinni

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: taktík eða uppspil

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner