Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
laugardagur 27. júlí
Lengjudeild karla
Besta-deild karla
mánudagur 22. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
laugardagur 27. júlí
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 16.apr 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 8. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Tindastóll muni enda í áttunda sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Tindastóll er núna á leið inn í sitt annað tímabil í röð í efstu deild og það verður áhugavert að sjá hvort liðið haldi sér aftur uppi.

Tindastóll fagnar marki á síðasta tímabili.
Tindastóll fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Donni hefur sýnt það og sannað að hann er frábær þjálfari.
Donni hefur sýnt það og sannað að hann er frábær þjálfari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Rut er afar mikilvæg.
Bryndís Rut er afar mikilvæg.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Laufey Harpa er komin alfarið aftur heim.
Laufey Harpa er komin alfarið aftur heim.
Mynd/Sigurður Ingi Pálsson
María Dögg Jóhannesdóttir.
María Dögg Jóhannesdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að missa Murielle Tiernan.
Það er erfitt að missa Murielle Tiernan.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elísa Bríet Björnsdóttir er efnileg.
Elísa Bríet Björnsdóttir er efnileg.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordyn Rhodes.
Jordyn Rhodes.
Mynd/Tindastóll
Hvað gera Stólarnir í sumar?
Hvað gera Stólarnir í sumar?
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Tindastóll, 25 stig
9. Fylkir, 22 stig
10. Keflavík, 14 stig

Um liðið: Það verður að teljast afar merkilegt að Tindastóll sé með lið í efstu deild en það sýnir bara hvað það er lagt mikið í þetta lið. Leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og allir sem koma að Tindastólsliðinu eru að leggja líf og sál í verkefnið, og það sést þegar út á völlinn er komið. Tindastóll komst fyrst upp 2020 og féll þá árið eftir, en liðið komst beint aftur upp og sýndi mikinn karakter með því. Stólarnir héldu sér svo uppi á síðustu leiktíð og ætla sér væntanlega að byggja ofan á þann flotta árangur.

Þjálfarinn: Það var mikill fengur fyrir Tindastól að fá Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktan sem Donna, aftur á Sauðárkrók. Hann kom liðinu aftur upp í fyrstu tilraun og hélt liðinu svo uppi í fyrra. Donni er mjög fær þjálfari sem veit hvað þarf að gera til að ná árangri í þessari deild. Hann gerði Þór/KA meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2017 en hann var að þjálfa í Svíþjóð áður en hann sneri aftur á Krókinn.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Jón Stefán Jónsson og Lilju Dögg Valþórsdóttur til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Jón Stefán, sem er fyrrum þjálfari Tindastóls og Þórs/KA, fer yfir það helsta hjá Stólunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar: Tindastólsliðið hefur marga styrkleika, einn sá helsti er hve gríðarlega samheldinn hópurinn er. Þrátt fyrir ungan aldur má finna þarna mjög leikgreyndan kjarna heimastúlkna sem eru búnar að spila saman lengi saman og algjörlega tilbúnar að hlaupa í gegnum veggi fyrir félagið sitt og liðsfélaga. Þá er einnig klárlega styrkleiki að tvær af erlendu leikmönnum síðasta árs verða áfram hjá félaginu og því eru spurningamerkin ekki jafn mörg og ellegar væri. Úrslitin í Lengjubikarnum voru að mörgu leyti fín og þó telfdi liðið ekki fram sínum sterkustu leikmönnum.

Veikleikar: Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að breiddin er ekki mikil hjá Tindastóli og liðið má illa við því að leikmenn missi úr leiki vegna leikbanna og meiðsla. Ég verð þó að taka fram að mér finnst breiddin jafnvel meiri en í fyrra þar sem það eru að koma upp ungar og spennandi stelpur í leikmannahópinn. Að mínu mati tók félagið mjög stóra áhættu með að semja ekki áfram við Murielle Tiernan en varla þarf að fjölyrða um mikilvægi hennar fyrir þetta lið síðustu ár. Það kom verulega á óvart þegar hún fór frá þeim og þarf Jordyn Rhodes, nýi sóknarmaðurinn sem fengin var í stað Murielle, að vera mjög öflug til að fylla hennar skarð. Tindastólsliðið þarf að spila betri varnarleik en í fyrra en liðið fékk á sig 32 mörk í venjulegu deildarkeppninni, næst flest allra í deildinni. Það væri rangt að segja að varnarlínan sé hins vegar veikleiki, mun frekar þarf að horfa á að liðið sé að verjast betur sem heild.

Lykilmenn: Það er ekki hægt að horfa framhjá frú Tindastól, Bryndísi Rut Haraldsdóttur í þessu. Algjörlega magnaður karakter sem drífur sínar konur áfram í blíðu og stríðu. Eins og sönnum fyrirliða sæmir er hún óhrædd við að láta mótherja og samherja heyra það þegar við á og stýrir vörn liðsins af röggsemi. Það er Tindastól ótrúlega mikilvægt að Laufey Harpa Halldórsdóttir hafi ákveðið að koma alveg heim eftir lánsdvöl hjá félaginu í fyrra þar sem hún var samningsbundin Breiðabliki. Þrátt fyrir að vera enn ung á Laufey að baki um átta ára meistaraflokks feril og er með betri vinstri bakvörðum deildarinnar. María Dögg Jóhannsdóttir er sú þriðja sem nefna má af hinu mjög svo mikilvægu heimastúlkum og eru þó svo sannarlega fleiri tilkallaðar. María er fjölhæfur leikmaður og getur spilað jöfnum fótum á miðju eða vörn. Sem er liði eins og Tindastól mjög mikilvægt til þess að vega upp á móti vöntun á breidd með því að geta fært til sterkustu leikmenn liðsins innan vallar.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Það eru mjög spennandi stúlkur að koma upp á Króknum og nágrenni en ég held að ég sé ekki að traðka á tær neinnar þegar ég bendi fólk á að fylgjast með Skagstrendingnum unga, Elísu Bríet Björnsdóttur. Hún er fædd árið 2008 og var markahæsti leikmaður Tindastóls á undirbúningstímabilinu. Gífurlega mikið efni þarna á ferð sem vonandi fær nóg af tækifærum í sumar.

Komnar:
Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Breiðabliki
Gabrielle Johnson frá Bandaríkjunum
Jordyn Rhodes frá Bandaríkjunum

Farnar:
Murielle Tiernan í Fram
Hannah Cade
Beatriz Parra Salas til Ítalíu
Marta Perarnau Vives til Ítalíu
Melissa Alison Garcia til Spánar
Margrét Rún Stefánsdóttir til Gróttu
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir til Dalvíkur

Dómur Jónsa fyrir gluggann: Það er rosalega erfitt að gera sér grein fyrir hversu góðan glugga Tindastóll hefur átt fyrr en maður sér nýju erlendu leikmennina. Set því hina hlutlausu 5 á þetta þar sem að þó liðið hafi mist Murielle þá var Laufey Harpa sótt heim í staðinn.



Fyrstu fimm leikir Tindastóls:
21. apríl, Tindastóll - FH (Sauðárkróksvöllur)
27. apríl, Tindastóll - Breiðablik (Sauðárkróksvöllur)
3. maí, Stjarnan - Tindastóll (Samsungvöllurinn)
9. maí, Tindastóll - Fylkir (Sauðárkróksvöllur)
14. maí, Valur - Tindastóll (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Í besta og versta falli: Í versta falli verður liðið í bullandi fallbaráttu fram á síðasta dag mótsins. Í besta falli gæti liðið daðrað við að keppa um 6 sætið og það sæti sem gæfi þátttökurétt í efri hluta deildarinnar þegar úrslitakeppni hefst. Það þarf hins vegar gjörsamlega allt að ganga upp svo það geti tekist.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hulda Mýrdal, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson, Steinke.
Athugasemdir
banner