Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. maí 2022 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfiðara að vinna úrvalsdeildina en Meistaradeildina?
Mynd: EPA
Ralph Hasnehuttl, stjóri Southampton, segir erfiðara að vinna ensku úrvalsdeildina en Meistaradeildina. Þetta segir hann fyrir leik liðsins gegn Liverpool annað kvöld.

Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildarinnar og eygir ennþá möguleika á því að verða Englandsmeistari. Til þess að það gerist þarf liðið að ná í sigur gegn Southampton.

„Við vitum allir hvernig Jurgen [Klopp] er og við vitum að hann mun ekki gefast upp á því að reyna vinna úrvalsdeildina," sagði Hasenhuttl.

„Þetta er ennþá sá titill sem telur mest hjá öllum því það er erfiðast að vinna hann. Frá mér séð er erfiðara að halda nægilega góðum takti í 38 leiki heldur en að vinna Meistaradeildina. Jafnvel Klopp segir að það sé erfitt að ná öllum fjórum titlunum en ég veit að hann mun gera allt til þess að vinna á þriðjudag til að eiga möguleika á lokadeginum," sagði stjóri Southampton.

Liverpool varð um helgina bikarmeistari og varð fyrr á þessu ári deildabikarmeistari. Þegar sex stig eru í pottinum fyrir Liverpool eru fjögur stig í topplið Manchester City sem á einungis möguleika á þremur stigum í viðbót.

Leikir Liverpool:
17. maí Southampton - Liverpool
22. maí Liverpool - Wolves
28. maí Liverpool - Real Madrid (úrslitaleikur Meistaradeildarinnar)

Leikur Manchester City:
22. maí Man City - Aston Villa
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner