Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mið 16. júní 2021 22:39
Matthías Freyr Matthíasson
Brynjar Gauti: Björn Daníel aðeins of lengi að hugsa sig um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Gauti Guðjónsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefði viljað meira út úr leiknum í kvöld á móti FH en eitt stig.

„Sáttur og ekki sáttur. Held að þetta hafi bara verið hörkuleikur tveggja góðra liða sem bæði fengu færi og bæði ábyggilega ósátt með að hafa fengið bara eitt stig út úr þessum leik."

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Spilamennskan var nokkuð fín, mér fannst við vera nokkuð þéttir og það var kannski einu sinni tvisvar sem þeir komust inn fyrir okkur og Halli réði vel við það. Við vorum aggressívir í pressunni og vorum að ná að vinna boltann hátt á vellinum og koma okkur í fínar stöður. Vantaði kannski aðeins upp á síðustu sendingu og síðasta slúttið."

Brynjar náði ansi góðri tælingu á lokamínútum leiksins þegar Björn Daníel var kominn í ansi álitlega stöðu inn í teig

„Já, Bjössi var sem betur fer aðeins of lengi að hugsa sig um þannig að ég náði að henda mér fyrir þetta og ég held að Halli hafi komið og étið skotið sem kom upp úr því."

Nánar er rætt við Brynjar Gauta í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars og danina sem eru væntanleg viðbót í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Athugasemdir
banner
banner