Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 16. júní 2021 21:14
Unnar Jóhannsson
Laugi: Það var slökkt á okkur
Þróttarar í erfiðleikum í föstum leikatriðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var skiljanlega svekktur eftir leik sinna manna í Lengjudeildinni í kvöld. Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti en áttu í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  1 Þróttur R.

„Svekktur, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Það er skrýtið að segja það en við fengum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik, öll eftir föst leikatriði. Spilamennskan úti á vellinum var alls ekki slæm og við fengum mjög góð færi til að skora mörk. En þú þarft að sinna öllum atriðum leiksins og það var gríðarlega svekkjandi að vera búnir að tapa leiknum í hálfleik," sagði Guðlaugur.

Róbert Hauksson slapp einn í gegn eftir fjórar mínútur en Ólafur varði vel.

„Hann gerði vel og var áræðinn sem hann er sem leikmaður en var óheppinn og Óli varði það vel. Stöngin út þá en gerði svo gott mark."

Hvað fór úrskeiðis í föstu leikatriðum Framara í dag?
„Í föstum leikatriðum snýst þetta um að taka ábyrgð og vera með sín hlutverk á hreinu og sinn mann. Við gerðum það ekki, það var slökkt á okkur. Þetta var lélegt hjá okkur."

„Hann fékk slæmt högg á öxlina og er hálf meiddur," sagði Guðlaugur þegar hann var spurður út í stöðuna á Lárusi Björnssyni.

Næsti leikur er á móti Aftureldingu
„Það verður hörkuleikur, allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir. Það verður alvöru verkefni fyrir okkur."

Nánar er spjallað við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner