Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 16. júní 2021 21:14
Unnar Jóhannsson
Laugi: Það var slökkt á okkur
Þróttarar í erfiðleikum í föstum leikatriðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var skiljanlega svekktur eftir leik sinna manna í Lengjudeildinni í kvöld. Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti en áttu í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  1 Þróttur R.

„Svekktur, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Það er skrýtið að segja það en við fengum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik, öll eftir föst leikatriði. Spilamennskan úti á vellinum var alls ekki slæm og við fengum mjög góð færi til að skora mörk. En þú þarft að sinna öllum atriðum leiksins og það var gríðarlega svekkjandi að vera búnir að tapa leiknum í hálfleik," sagði Guðlaugur.

Róbert Hauksson slapp einn í gegn eftir fjórar mínútur en Ólafur varði vel.

„Hann gerði vel og var áræðinn sem hann er sem leikmaður en var óheppinn og Óli varði það vel. Stöngin út þá en gerði svo gott mark."

Hvað fór úrskeiðis í föstu leikatriðum Framara í dag?
„Í föstum leikatriðum snýst þetta um að taka ábyrgð og vera með sín hlutverk á hreinu og sinn mann. Við gerðum það ekki, það var slökkt á okkur. Þetta var lélegt hjá okkur."

„Hann fékk slæmt högg á öxlina og er hálf meiddur," sagði Guðlaugur þegar hann var spurður út í stöðuna á Lárusi Björnssyni.

Næsti leikur er á móti Aftureldingu
„Það verður hörkuleikur, allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir. Það verður alvöru verkefni fyrir okkur."

Nánar er spjallað við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner