Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 16. júní 2021 22:52
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn: Mér fannst þetta vera frábær leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta vera frábær leikur og ég er stoltur af mínum mönnum hvernig þeir spiluðu þennan leik. Auðvitað er okkur síðan refsað fyrir mistök en ég er ennþá að klóra mér í hausnum hvernig þeir fóru að því að skora þrjú mörk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson um leikinn eftir 3-1 tap Breiðabliks gegn Val á Origo vellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Breiðablik

Blikar héldu í sína leikáætlun jafnvel þótt illa gengi að opna vörn Vals í leiknum. Aðspurður hvort hann ætlaði að halda í sitt prinsipp sagði Óskar.

„Já það yrði skrýtið. Við erum búnir að vera æfa svona í eitt og hálft ár til þess að spila okkar leik og það væri rosalega skrýtið að fara hætta því núna.“

Thomas Mikkelsen var fjarverandi í liði Blika í dag og þá er Davíð Örn Atlason ekki enn kominn á fullt. Breiðablik mun spila þétt næstu vikurnar og á Óskar von á því að þeir verði með í þessum leikjum sem framundan eru?

„Ég yrði skemmtilega hissa og glaður ef Thomas Mikkelsen yrði klár í þessa leiki en ég vona að Davíð verði klár fljótlega en það gæti verið smá bið í Thomas“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner