Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 16. júní 2022 22:31
Ingi Snær Karlsson
Siggi Höskulds: Ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn mjög opin. Mér fannst við orkumiklir og pressan okkar var góð og við vorum að herja á þá." sagði Sigurður Höskuldsson eftir 2-2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

„Eftir markið okkar, fyrsta skipti sem við komumst yfir í sumar og við héldum í hana í fimm mínútur. Gáfum Kidda alltof mikið pláss og hann var að fá alltof mikið boltann. Náði einhvern veginn að refsa okkur og það var ekki fyrr enn þeir voru búnir að skora tvö mörk að við svona einhvern veginn rönkuðum við okkur aftur og þá fannst mér þetta góður leikur."

Leiknismenn hafa verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, framhaldið leggst þó vel í Sigga:

„Já þau eru aðeins að detta núna og við erum aðeins að komast í gang í markaskorun sem er virkilega jákvætt. Maður er búinn að vera virkilega ánægður með margt í okkar leik en það hefur bara vantað mörkin og þegar þau fara detta núna þá horfir til bjartara tíma."

Siggi Höskulds tók sig til og keypti miða fyrir stuðningsmanna sveit Leiknis:

„Maður heyrði að það væru strákar sem væru tilbúnir að mæta hérna og þeir væru í brasi þannig ég splæsti á nokkra miða og þeir svo sannarlega borguðu mér tilbaka með þessum frábæra stuðning því þetta var alveg lygilegt að verða vitni að þessari stemningu sem var hérna í hópnum."

Og þú vonast til að þessi mæting haldi áfram?

„Já klárlega, það er búinn að vera smá brekka hjá okkur í byrjun tímabils og ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt og ég held að liðið hafi fundið þennan góða stuðning og ýtt okkur yfir línuna að jafna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir