Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 16. júní 2022 22:31
Ingi Snær Karlsson
Siggi Höskulds: Ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mér fannst sérstaklega fyrri hálfleikurinn mjög opin. Mér fannst við orkumiklir og pressan okkar var góð og við vorum að herja á þá." sagði Sigurður Höskuldsson eftir 2-2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

„Eftir markið okkar, fyrsta skipti sem við komumst yfir í sumar og við héldum í hana í fimm mínútur. Gáfum Kidda alltof mikið pláss og hann var að fá alltof mikið boltann. Náði einhvern veginn að refsa okkur og það var ekki fyrr enn þeir voru búnir að skora tvö mörk að við svona einhvern veginn rönkuðum við okkur aftur og þá fannst mér þetta góður leikur."

Leiknismenn hafa verið í vandræðum með að skora mörk í sumar, framhaldið leggst þó vel í Sigga:

„Já þau eru aðeins að detta núna og við erum aðeins að komast í gang í markaskorun sem er virkilega jákvætt. Maður er búinn að vera virkilega ánægður með margt í okkar leik en það hefur bara vantað mörkin og þegar þau fara detta núna þá horfir til bjartara tíma."

Siggi Höskulds tók sig til og keypti miða fyrir stuðningsmanna sveit Leiknis:

„Maður heyrði að það væru strákar sem væru tilbúnir að mæta hérna og þeir væru í brasi þannig ég splæsti á nokkra miða og þeir svo sannarlega borguðu mér tilbaka með þessum frábæra stuðning því þetta var alveg lygilegt að verða vitni að þessari stemningu sem var hérna í hópnum."

Og þú vonast til að þessi mæting haldi áfram?

„Já klárlega, það er búinn að vera smá brekka hjá okkur í byrjun tímabils og ég ætla bara að gefa stuðningsmönnunum þetta stig. Þetta er alveg ofboðslega mikilvægt og ég held að liðið hafi fundið þennan góða stuðning og ýtt okkur yfir línuna að jafna þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir