Ítalskir fjölmiðlar segja líklegast að miðjumaðurinn Douglas Luiz, fyrrum leikmaður Aston Villa, muni ganga í raðir West Ham.
Luiz stóð ekki undir væntingum á fyrsta tímabili sínu hjá Juventus og ítalska félagið er tilbúið að selja hann. Það var þó ekki ánægt með fyrsta tilboð West Ham í leikmanninn.
Luiz stóð ekki undir væntingum á fyrsta tímabili sínu hjá Juventus og ítalska félagið er tilbúið að selja hann. Það var þó ekki ánægt með fyrsta tilboð West Ham í leikmanninn.
La Gazzetta dello Sport segir að Hamrarnir séu nú að vinna í því að sannfæra Juventus um að láta þá fá Luiz á lánssamningi út næsta tímabil fyrir 10 milljónir evra, með möguleika á kaupum eftir tímabilið fyrir 25 milljónir evra.
Þá segir bleika blaðið að Everton hafi einnig áhuga á þessum 27 ára Brasilíumanni, sem hefur að auki verið orðaður við Manchester United.
Athugasemdir