Ítalski íþróttafjölmiðlamaðurinn Nicolo Schira sagði frá því í morgun að ítalska félagið Frosinone væri einu skrefi frá því að fá Andra Fannar Baldursson frá Bologna.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekkert frágengið í mögulegum félagaskiptum Andra Fannars og margt annað í gangi. Frosinone endaði í 15. sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekkert frágengið í mögulegum félagaskiptum Andra Fannars og margt annað í gangi. Frosinone endaði í 15. sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili.
Andri Fannar er 23 ára miðjumaður sem lék á láni hjá Elfsborg í fyrra. Hann fór í aðgerð í desember og missti af seinni hluta tímabilsins á Ítalíu. Samningur hans við Bologna var framlengdur um eitt ár í síðasta mánuði, rennur út næsta sumar.
Andri Fannar á leið til Frosinone á láni https://t.co/iPlDqxanyr
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) July 14, 2025
Athugasemdir